Bíla- og aukahlutasýningin SEMA, árleg samkoma þeirra sem tengjast bílabreytingamarkaðinum í Ameríku og einn stærsti viðburður fyrir slík fyrirtæki á bíladagatalinu, stendur nú yfir í Las Vegas í Nevada í Bandaríkjunum.

Bíll ársins - Ford Mustang

image

Sportbíll ársins - Toyota Supra

image

4×4/jeppi ársins - Ford Bronco

image

Pallbíll ársins í millistærð- Toyota Tacoma

image

Pallbíll ársins í fullri stærð - Ford F-Series

image

Verðlaunaferlið hefur breyst á undanförnum árum. Hér áður fyrr voru ökutækin sem sigruðu valin vegna fjölda aukahluta sem sýndir voru fyrir það. Nú er byggist ferlið á því að sýnendur greiða atkvæði um það sem þeir telja bestu og vinsælustu farartækin til að breyta.

Mustang og F-Series frá Ford eru fastagestir á sigurvegaralistanum, en Bronco er nýliði, þar sem Ford hefur ekki átt slíkan í mörg ár – fyrr en núna. Venjulega hafa verðlaunin fyrir 4×4/jeppa ársins farið til keppinautarins Jeep Wrangler.

Á sama tíma sýnir vera Toyota-bílanna tveggja á listanum að Toyota hefur vel og sannarlega breytt um gír og sýna nýja ásýnd. Þetta er í raun í fyrsta skipti sem Toyota gerðir hljóta SEMA verðlaun.

(Byggt á frétt á vef MOTOR AUTHORITY)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is