Viltu gefa gamla bílinn upp í nýjan?

Nýir bílar kosta sitt. Undanfarið hafa bílaumboðin fengið að finna fyrir samdrættinum varðandi Covid-19 og breytingar á gengi hafa sett strik í reikninginn í sölu nýrra bifreiða.

image

Tilboð frá verðlistaverði

Farið var í samningaviðræður við umboðsaðila bílsins og óskað eftir tilboði í nýju bifreiðina. Tilboðið sem fékkst hljóðaði upp á 4.390 þúsund krónur.  Það verður að teljast æði gott tilboð miðað við verðmiða bílsins í salnum sem var 5.690 þúsund krónur. Hér skal taka fram að nýi bíllinn var reynsluakstursbíll hjá umboðinu og ekinn um 4000 kílómetra. Hvað eru ef til vill margir sem taka blint mark á því verði sem bílinn er merktur og óska ekki eftir tilboði?

Þetta heitir uppítökuverð. Ásett verð átti að vera um það bil 4.600 þúsund samvkæmt umboðsaðila jepplingsins.

image

Samtantekt á talnagrautnum

Umboð nýja bílsins (reynsluakstursbíll, ekinn 4000 km.) var tilbúið að gefa rétt tæplega 23% afslátt af nýja bílnum.  Það umboð vildi samt sem áður slá um 36% af verði jepplingsins frá því sem hann var keyptur á fyrir 8 mánuðum eða um 12% frá ásettu verði.  

Allt gert til að flækja málin?

Þessi leikur að tölum hjá umboðunum rugla viðskiptavininn án efa í ríminu. Er ásett verð hugtak sem þarf að nota í leiknum?  Er ekki fullnóg að tala um verð beggja bílanna og fá þannig milligjöfina með einföldum og gagnsæjum hætti?

Verðlagning umboðanna er líka ruglingsleg. Oft eru grunnútgáfur bifreiða með nánast sama búnaði og dýrari gerðirnar nema ef til vill eru dýrari felgur, filmur í rúðum og litlir smáhlutir sem oft á tíðum kosta gríðarlegar upphæðir miðað við grunnverð bílsins.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is