Geðveikustu hugmyndabílar sem hafa verið búnir til – fjórði kafli

Enn höldum áfram að skoða hugmyndabíla sem voru allir allt of sérstæðir til að fara nokkru sinni í sölu

Þá erum við kominn í síðasta kaflann yfir bílana sem Richard Dredge hjá Autocarvefsíðunni hefur tekið saman,  lista yfir 55 sérstæða hugmyndabíla. Við skiptum þessu niður í fjóra hluta og ætlum að skoða núna fjórða og síðasta skammtinn af þessum fjórum í dag:

Peugeot Hoggar (2004)

image

Ef þú værir beðinn um að nefna tveggja mótora framleiðslubíla kæmist þú ekki langt, þannig að það sem Peugeot vonaðist til að ná með þessu er óljóst.

Fiat Oltre (2005)

image

Fiat var á barmi gjaldþrots þegar Oltre var afhjúpaður; að sjá þetta kemur það ekki á óvart. Hér var fyrirtæki þekkt fyrir smábíla sína, sem reyndi að fara fram úr Hummer. Og við vitum öll hvað varð um Hummer.

Mercedes Bionic bíll (2005)

image

Fiskar eru loftaflfræðilegir og geta verið aðlaðandi og litríkir. En það er hinn ferkantaði boxfish (Ostracion cubicum) ekki, en hann er mögulega ljótasta skepna sem þróast hefur í náttúrunni. Svo giskaðu á hvaða fisk Mercedes ákvað að nota sem fyrirmynd til að búa til Bionic bílinn sinn?

Nissan Pivo (2005)

image

Alltof flókið, verkfræðingar Nissan tóku hversdagslega hluti úr nútímabílnum og endurhönnuðu hann með allskyns rugl hugmyndum til að búa til bíl sem gæti aldrei verið hagkvæmur.

Peugeot Moovie (2005)

image

Tilnefndur sem lipur og umhverfisvænn borgarbíll af hönnuði hans André Costa, var smíðuð gerð af Moovie í fullri stærð, en einhverra hluta vegna fór Peugeot aldrei svo langt að hann næði inn í sýningarsali.

Rinspeed Senso (2005)

image

Senso tók tillit til púls ökumanns og aksturshegðunar og stillti síðan tónlistina, innri lýsinguna og sprautaði jafnvel ilm við hæfi.

Toyota Aygo DJ (2005)

image

Minni bíll og meiri tónlist, Aygo var endurhannaður til að verða diskótek á hjólum. Ansi flott græja en varla hægt að kalla þetta bíl.

Venturi Astrolab (2006)

image

Astrolab var í raun enn öfgakenndari útgáfa af Eclectic, en markmiðið var að virkja sólarorku á meðan horft var framhjá því að stíla hann inn á ökumann og farþega. Engin þægindi þarna allavega.

Venturi Eclectic (2006)

image

Hugmynd svo fjarri raunveruleikanum að hún var í annarri vetrarbraut, Eclectic framleiddi bíl, með innbyggðum sólarplötum og vindmyllu. Vandamálið var að fyrirbærið gat ekki framleitt nægjanlegt afl til að vera raunverulega nothæft farartæki.

Volkswagen GX3 (2006)

image

Þegar þú hugsar um hversu íhaldssamur framlweiðandi Volkswagen er venjulega, þá virðist það brjálað að hugsa til þess að fyrirtækið hafi alvarlega íhugað að setja GX3 í takmarkaða framleiðslu. Jæja, þessi hugmynd náði ekki í gegn, sem betur fer fyrir Volkswagen kannski.

Rinspeed Oasis (2017)

image

Hið sérstæða svissneska fyrirtæki Rinspeed afhjúpaði Oasis rafmagnsbifreið sína á raftækjasýningu 2017 og eins og allir góðir borgarbílar var það með eigin garð innbyggðan í mælaborðið. Oasis er hæfur til að keyra sjálfur og var einnig með hitastýrt pizzuhólf - að sjálfsögðu.

BMW i-inside Future (2017)

image

Til að vera sanngjarn gagnvart BMW var i-inside Future fyrirbærið hannað, til að sýna nýja tækni frekar en að gefa vísbendingu um hvernig framtíðar BMW gæti litið út. Snertinæmur hólógrafískur mælaborðsskjár var lykileiginleiki ásamt innréttingu sem var hönnuð fyrir lífið á ferðinni án þess að þurfa að keyra, með fullt af sjálfstýrðri tækni.

Renault EZ-Ultimo (2018)

image

Við þekkjum öll hugtakið „stofa á hjólum“ en þetta er í raun annað – og enn betra, hún keyrir sig sjálf svo þú getir djammað á leiðinni á leiðinni í veisluna. Farartækið er 5,8 metrar að lengd og er hannað fyrir einkakeyrða ofurlúxusferðamenn framtíðarinnar.

Hér með lauk samantekt Richard Dredge hjá Autocar vefsíðunni yfir 55 sérstæðustu hugmyndabílana sem aldrei komust í framleiðslu.

Vonandi hefur einhverjum þótt jafn gaman að skoða þetta og okkar fannst að setja þetta saman!

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is