Lexus frestar frumsýningu á árgerð 2021 Lexus IS um óákveðinn tíma

    • Frumsýningin var áætluð í dag, 9. júní, 2020

image

Það eina sem sést hefur af þessum nýja væntanlega IS frá Lexus er þessi mynd af afturendanum.

Til stóð að frumsýna nýja sportbílinn, IS frá Lexus árgerð 2021 í dag en Lexus hefur tekið þá ákvörðun að fresta stafrænu frumsýningunni um óákveðinn tíma. Lexus nefnir „nýlega breyttar aðstæður á heimsvísu“ sem rökstuðning frestunar.

Í þessari viku sendi Lexus frá sér einfalda yfirlýsingu um stafræna frumsýningu á IS 2021. „Miðað við nýlegar aðstæður á heimsvísu hefur Lexus frestað frumsýningu á nýja IS, sem upphaflega var áætlað klukkan 8:00 að staðartíma í Japan, 10. júní,“ sagði í frétt frá þeim.

Autoblog hafði samband við Lexus til frekari skýringar á því hvenær bíllinn myndi verða frumsýndur, og sagðist fyrirtækið vonast til að hafa fleiri fréttir í lok þessarar viku.

Eftir sem áður mun þróun sportbílsins halda áfram og þó að hann sé nú aðeins boðinn með afturdrifi er stefnt á aldrifinn bíl líka.

Samkvæmt því sem komið hefur fram hjá Motor Trend mun þessi nýji IS vera smíðaður á þróunarbreyttri útgáfu af núverandi „N N“ palli hjá Lexus, öfugt við það sem sumir hafa haldið fram um algerlega nýjan grunn, en það er óstaðfest.

Eins og núverandi IS mun væntanlegi IS líklega bjóða upp á bæði fjögurra strokka og sex strokka drifrás, þó að það sé óljóst hvernig krafturinn mun verða. Væntanlega koma frekari upplýsingar á næstunni.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is