Rafdrifinn pallbíll Tesla verður frumsýndur 21. nóvember í Los Angeles

Eftir aðeins nokkrar vikur munum við sjá útkomuna

Í dag er mjög lítið vitað um hvernig nýi pallbíllinn frá Tesla mun líta út. Tesla sýndi felumynd af bílnum á Model Y frumsýningunni fyrr á þessu ári (sýndi nánast ekkert) og enginn hefur séð neitt af honum síðan. Nokkur smáatriði um hvers má búast við hafa síðan lekið út frá Elon Musk undanfarna mánuði. Musk kom með nokkrar djarfar fullyrðingar og sagði: „Þú ættir að geta keypt virkilega frábæran pallbíl fyrir 49.000 dollara (6,1 milljón íslenskra króna) eða minna.“

image

Frumsýningin á rafmagns-pallbílnum frá Tesla er innan seilingar en ekki er mikið að græða á þessari einu mynd sem birst hefur í sambandi við væntanlega frumsýningu þann 21. nóvember:

Allir þættir pallbílsins sem Musk lofaði eru frábærir. Hann vill að hann hafi 640-800 kílómetra aksturssvið, sæti fyrir sex manns og verði betri sportbíll en Porsche 911.

Allt þetta, og hann segir að markmiðið sé líka að vera betri en Ford F-150 hvað varðar virkni sem pallbíll. Jeremy Korzeniewski hjá Autoblog telur þetta ekki raunhæft. Það sem Tesla og Musk eru að tala um gera, næst ekki fyrir 49.000 dollara. Það mun ekki einu sinni gerast fyrir 100.000 dollara.

Ford reyndi að ýta við Model Y-flokknum fyrr á þessu ári með tístara fyrir þann komandi bíl. Nú er Tesla að afhjúpa pallbílinn sinn aðeins dögum eftir að rafmagns Fordinn hefur verið frumsýndur. Tilviljun? Kannski ekki.

Tesla hefur áður sagt að þeir vildu sýna pallbílinn áður en árið væri úti, hvað sem því líður. Hvenær við munum sjá hann í akstri á vegum er allt önnur saga. Við hér á Bílablogg munum fylgjast með og koma með nánari fréttir þegar þær liggja fyrir.

(byggt á Autoblog)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is