Ford mun seinka markaðssetningu á Bronco, nýjum F-150 og Mach-E um tvo mánuði

image

Það eru ekki margar opinberar myndir komnar af nýja Bronco, en þessi sýnir hann sem keppnisbíl í eyðimerkurralli. Mynd: Ford

Við höfum verið að bíða þess að Ford komi með nýja Bronco og nýjan F-150 á markað en nú virðist verða seinkun á því um hið minnsta tvo mánuði ef ekki meira vegna kórónaveirunnar að því er fram kemur á bílavefnum Jalopnik.

„Við ætlum ekki að vera með frekari tafir á þessum markaðssetningum umfram áhrif Covid-19 með það í huga að spara peninga“, sagði Hau Thai-Tang, yfirmaður vöruþróunar og sölu hjá Ford, á föstudag við greiningaraðila á ráðstefnu Bank of America. „Í ljósi þess að erfitt er að vinna í samsetningarverksmiðjunum í ljósi takmarkana á staðnum mun það hafa áhrif á tímasetningu áætlunarinnar, hvað varðar markaðssetningarnar. En við reiknum með að tafir á markaðssetningu séu í réttu hlutfalli við tímalengd lokunar tímabilsins. “

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is