G-Niva 2020 - blanda tveggja heima

Aleksandr Isaev, rússneskur áhugamaður um bílahönnun sýnir ökutæki sem er blanda af Mercedes G-Class og Lada Niva.

image

Það er lítið eftir af línunum í Lada Sport þegar búið er að sameina Löduna og Mercedes G-Class. Myndir Aleksandr Isaev / Auto Motor und Sport.

Stundum er hægt að rekast á skammtileg uppátæki áhugamanna um hönnun og smíði bíla, og vefsíða Auto Motor und Sport í Þýskalandi sýndi okkur eitt slíkt dæmi á dögunum.

Stærðin á Lada Sport látin ráða

Í stað þess að nota risa ytri mál G-Class ákvað hönnuðurinn að þjappa öllu inn í stærð Lada Sport. Ferningslaga LED framljósin og stjarnan skera sig úr að framan. Ofan framljósanna er hægt að sjá stefnuljósin eins og þau voru á Lada Niva dæmigerð rétthyrnd stefnuljós. Til þess að halda útliti og genum G-Klass, þá eru G-Class stöðuljósin staðsett aðeins innar á vélarhlífinni.

G-Niva 2020 er með Targa þaki sem hægt er að opna með því að taka burtu hluta af „þakgluggunum“.

image

Árangursrík blanda

Arfur Lada Sport er hér sýnilegur á afturendanum. Stóri afturglugginn og lítil afturljósin eru hér enn til staðar. Það sérstaka við G-Niva 2020 er útlit og smíði á þaki og hliðargluggum. Eins og á alvöru Targa er augljóslega hægt að fjarlægja þakið í tveimur stórum hlutum, svo að aðeins einn miðpartur eftir. Hönnuðurinn hefur alveg sleppt B-bitanum.

image

Það lítur öðruvísi út á farþegamegin. Hér sækir hönnuðurinn meira til G-Class og notar jafnvel handfangið.

image

En látum myndirnar tala, en þær sýna vel mörg smáatriði þessari sérstæðu „blendingshönnunar“.

image
image
image
image
image
Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is