PSA-samsteypan er kaupandi í 50-50 samruna við Fiat-Chrysler

Sameining bílafyrirtækjanna PSA-group, sem innifelur Peugeot, Citroen. DS, Opel og Vauxhall annarsvegar og Fiat Chrysler Automobiles, sem við sögðum frá fyrr í vikunni er orðin að veruleika

PSA er í hlutverki kaupandans

Hlutabréf Fiat Chrysler hoppuðu upp um 10 prósent á fimmtudag eftir að báðir aðilar tilkynntu um sameininguna, sem sett var fram sem 50-50 samruni. PSA lækkaði um það bil sömu upphæð og tók þar með hina dæmigerðu skerðingu yfirtökuaðilans.

image

„Hluthafar PSA taka meiri markaðsáhættu,“ sagði hann. Fulltrúar Fiat og PSA neituðu að tjá sig um þetta.

Frá og með þriðjudeginum var markaðsvirði PSA 22,6 milljarðir evra. Áður en það sameinast FCA mun fyrirtækið afhenda hluthöfum tæplega 3 milljarða evra hlut í franska hlutaframleiðandanum Faurecia og láta um 19,6 milljarða evra verða framlag til nýja fyrirtækisins.

Fiat-fjölskyldan fær góðan arð

Af 5,75 milljörðum evra í útborgun áður en samningnum lýkur mun stofnandi Fiat, Agnelli fjölskylda, uppskera tæpan milljarð dala að verðmæti.

Formaður stjórnar Fiat Chrysler, umsjónarmaður Agnelli fjölskyldunnar, John Elkann, mun enn hafa mikið að segja í fyrirtækinu. Hann verður formaður sameinaðs fyrirtækis og Exor verður stærsti hluthafi þess með um 14 prósenta hlut.

11 manna stjórn hins nýja félags, sem stofnað er um þetta sameinaða fyrirtæki með aðsetur í Hollandi, mun vera með sex menn frá PSA, þar á meðal framkvæmdastjórann Carlos Tavares, sem verður áfram forstjóri í fimm ár, og fimm frá Fiat Chrysler.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is