Smájeppinn Suzuki Hustler er aðeins fyrir heimamarkað í Japan

image

Suzuki Hustler (Japanese: スズキ・ハスラー Suzuki Hasurā) er smájeppi eða „crossover“ í flokki „kei-bíla“ sem japanski bílaframleiðandinn Suzuki hefur framleitt frá árinu 2014.

Á bílasýningunni í Tókýó, sem stendur yfir þessa dagana, sýndi Suzuki fyrir japanska markaðinn nýtt útlit á þessum Hustler „crossover“ með nýjum hönnunarpökkum.

Þessar hönnunarbreytingar gætu verið ætlaðar til framtíðar og til að auka möguleikana á að koma honum í framleiðsluform. Hustler er knúinn 660cc, þriggja strokka túrbóbensínvél.

image

Suzuki sýndi hugmyndaútgáfuna með nokkrum aukahlutum í stíl. Hustler þjónar sem ökutæki með tvískipt hlutverk, sem hægt er að nota í þéttu skóglendi vegna þess hve lítill hann er, en býður einnig upp á bæga kosti fyrir létt ævintýri utan vega.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is