Rafvæðingin heldur áfram: Audi kemur með A6 sem tengitvinnbíl

Samkvæmt frétt á þýska vefmiðlinum Automobilvoche bjóða söluaðilar Audi nú A6 55 TDFSI e quattro, fyrsta A6 með innbyggðan tengitvinnbúnað til að nota bæði bensín og rafmagn, á grunnverði 68.850 evrur. Drifrásin samanstendur af fjögurra strokka bensínvél með 185 kW (252 hestöflum) og rafmótor með 105 kW (143 hestöflum), sem er samþætt í sjö gíra sjálfskiptingu.

image

Audi A6 með tengitvinnbúnaði: Sé aðeins rafmagnið notað kemst bíllinn að hámarki 53 km. (Mynd: Audi)

Litíumjónarafhlaðan geymir 14,1 kWst og hægt er að hlaða hann með allt að 7,4 kW hleðslutæki. Þegar rafhlaðan er fullhlaðin er akstursviðið allt að 53 km. Með rafdrifi kemst A6 að hámarki á 135 km/klst., með bensínvélinni er það 250 km/klst.

Eins og samkeppnisaðilarnir, er Audi að reyna að komast leiðar sinnar í rafmagnsgetu án þess að missa sjónar á arðsemi. Með E-Tron, sem hefur verið fáanlegur síðan í vor, er vörumerkið með bíl sem eingöngu notar rafmagn í sínu framboði. Á næstu árum munu nokkrar fleiri gerðir fylgja eftir, byggðar á sameiginlegum pöllum með Volkswagen (MEB) og Porsche (PPE). Stærstu hindranir kaupenda eru hátt verð og skortur á hleðslustöðvum. Með drifrás sem býður upp á möguleika tengitvinnsbíla gætu viðskiptavinir hægt og rólega færst sig yfir til rafmagnsbíla að mati Automobilwoche.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is