Nýr Skoda Kodiaq sést í prófunum

Ný útgáfa af sjö sæta Kodiaq sportjeppa Skoda verður frumsýnd síðar á þessu ári með nýrri hönnun og tengitvinndrifrásum.

Bílavefur Auto Express var að birta „njósnamyndir“ af nýrri útgáfu af Skoda Kodiaq og fjallaði um hann á vefnum:

image

Næsta kynslóð Kodiaq sem sést á þessum myndum gefur okkur fyrstu innsýn í nýju hönnunina.

image

Klassísk Skoda sportjeppaeinkenni eins og tveggja hluta aðalljósin sjást samstundis, með uppréttara grilli og einkennandi dýfu vélarhlífar sem lítur út fyrir að vera ákveðnari og minna slétt en á núverandi kynslóð.

image

Stóru breytingarnar fyrir Kodiaq munu beinast að undirstöðu hans. Núverandi Kodiaq situr á MQB A2 grunni Volkswagen Group – sá sami sem allir fjölskyldujeppar hópsins nota eins og Volkswagen Tiguan og SEAT Tarraco.

Nú líka sem tengitvinngerð

Skoda hefur nú staðfest að það muni bjóða upp á tengiltvinn aflrás í nýja Kodiaq frá og með kynningu, með sama vélbúnaði og væntanlegur VW Tiguan.

image

Önnur stór breyting mun koma í hönnun innanrýmis og upplýsinga- og afþreyingarþjónustu. Búast má við stórum og skörpum skjáum, með heildarskipulagi sem er svipað og núverandi Octavia.

Væntanlega síðasta gerðin með hefðbundnum vélum

Samt, þrátt fyrir vinsældir Kodiaq, verður nýja útgáfan nánast sú síðasta sem boðið er upp á með venjulegum bensín- og dísilvélum, þar sem VW Group, eins og allur iðnaðurinn, býr sig undir víðtæka rafvæðingu.

(Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is