Corvette með fellanlegum harðtoppi!

Automotive News Europe færir áhugamönnum um sportbíla þær fréttir að núna verði Chevrolet Corvette fáanleg með fellanlegum harðtoppi, með nýrri gerð - C8 Corvette. Þessi fyrsta „hardtop“-Corvette með þessum frágangi á þaki fer í framleiðslu á fyrsta ársfjórðungi 2020.

image

Þakið er í tveimur hlutum, og það eru sex rafmótorar sem sjá um að fella það niður- áreiðanlegri en fyrri vökvakerfi, sagði Chevrolet í fréttatilkynningu.

Það fer upp eða niður á aðeins 16 sekúndum og það er hægt að framkvæma það á allt að 50 km hraða á klst.

Styrkt fjöðrun

Búið er að styrkja undirvagninn með stífari gormum og dempurum til að mæta aukinni þynd sem nemur 36 kg.

„Við reyndum að halda mælaborðinu eins lágu og mögulegt er,“ sagði Tristan Murphy, hönnuður innanrýmisins. „Allt snerist um að halda öllu lágu.“

Bæði sæti ökumanns og farþega eru þægilega lág.

„Við erum sérstaklega stolt af því hvernig bíllinn lítur út bæði með toppnum uppi og niðri“, sagði Kapitonov.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is