Svona munu næstu rafbílar Toyota líta út

image

Módel af hugmyndabílum Toyota úr leir gefa hugmynd um hvernig rafbílar þeirra muni líta úr eftir 2020 - eru með stór hjól, stutt vélarhús og pláss fyrir skynjara.

Toyota átti áætlun um rafknúin ökutæki. Og nú kynna þeir hugmyndir um bílana.

Hönnuðir hafa unnið að þessari sjónrænu ímynd frá árinu 2016, en stjórnandi alþjóðlegrar hönnunar Toyota, Simon Humphries, sagði Automotive News nánar frá stefnumótuninn í þessum mánuði. „Þetta eru nýjar leiðir til að reyna að finna sjálfstætt auðkenni fyrir þetta“, sagði Humphries um útlit EV-línunnar.

Sýningin á hugmyndabílunum úr leir í fullri stærð, í gull- og brons-lit, er skýrasta merki enn sem komið er hvernig Toyota sér fyrir meira en 10 rafbíla sem þeir hyggjast kynna í byrjun árs 2020.

„Við erum að búa til nýjan grunn fyrir bílinn og reyna að búa til nýja upplifun fyrir fólkið sem kaupir hann“, sagði Humphries. „Þetta gefur þér góðan hugmynd um getu þessa nýja grunns“.

Nýr grunnur rafbíla Toyota mun leiða til mikilla breytinga á útliti og aðkomu komandi ökutækja.

Fókus á horn og myndavélar

Fókus á útlitseinkenni framhliðarinnar mun færast frá vatnskassanum út hornanna.

„Mikið af því er að vegna skynjara“, sagði hann. „Skynjararnir fyrir sjálfstæðan akstur eru að mestu leyti staðsettir í hornum. Svo er hornið að verða næst „vatnskassinn“. Það sem við erum að reyna að gera er að leggja áherslu á hornið og byggja inn í það skynjara fyrir framtíðina."

Vélarhlífarnar á komandi rafbílum munu líklega vera mun minni en þær sem eru á bensínvélar í dag, bætti Humphries við.

Stór hjól, flatt gólf

Og það má vænta stærri hjóla á rafbílum Toyota.

Í samantekt þessarar kynningar sagði Shigeki Terashi, framkvæmdastjóri rannsókna og hönnunar að Toyota muni fá helming af heildarsölu sinni - eða um það bil 5,5 milljónir bíla - frá rafmagnsgerðum árið 2025. Það er fimm árum fyrr en því markmiði árið 2030 sem Toyota kynnti í desember 2017.

Búist er við því að rafbílar sem eingöngu nota rafmagn verði færri en 1 milljón af heildinni.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is