Rafdrifni Nissan IMq hugmyndabíllinn er talinn vera vísbending um næstu kynslóð Qashqai

image

Þessi kantaði hugmyndabíll gæti gefið vísbendingu um rafknúna næstu kynslóð Qashqai.

Nissan IMq „crossover“ hugmyndabíllinn notar e-Power hybrid-kerfi Nissan sem tákn um hvernig tæknin gæti verið kynnt á alþjóðlegum mörkuðum.

„Nú erum við að byrja að sýna hvað e-Power þýðir. Fyrir okkur er e-Power hluti af því að breyta yfir í rafmagn“, sagði Alfonso Albaisa, alþjóðlegur hönnuður japanska framleiðandans, fyrir kynninguna á bílnum á bílasýningunni í Genf á þriðjudag.

„Þetta ökutæki sýnir í raun hvernig við lítum á uppsafnaða kosti rafbíla“, sagði hann. „Þegar e-Power fer í útrás, tekur það með sér viðhorf öflugrar tækni, meira ágenga. Þetta er ekki drifrás sem er í felum. Þetta snýst ekki um spasaremi eða drjúpa á eldsneyti. Þetta er afl“.

image

E-Power

IMq deilir mörgum stílþáttum frá fyrri sýningarbílum í IM-röðinni. Þeir taka nöfn sín frá „Nissan Intelligent Mobility“ (skynvæddum hreyfanleika Nissan), tískuvörumerki Nissan fyrir stefnu sína til að leiða þróun í þremur þáttum næstu kynslóðar: sjálfstæði, rafmagn og tengsl.

Þarf að anda

IMq sameinar hluta nokkrum af fyrri sýningarbílum IM frá Nissan. En hönnunin er líka með nokkur frávik frá hreinum rafbílum.

„Hann þarf að anda, hann er með vél sem er ekki stöðugt að hlaða, en þegar það er nauðsynlegt, þá gerir hún það. Svo að það verður kæla hana. Þess vegna ar hann með grill“,sagði Albaisa. „Það verður að vera öðruvísi framendi vegna hagnýtra þarfa e-Power“.

Vinsældir e-Power komuá óvart í Japan, þar sem það er vinsælt í Note og Serena.

image

Það er einnig mikilvæg tækni í alþjóðlegum rafvæðingaráætlunum Nissan.

Átta nýir rafbílar á leiðinni

Á síðasta ári sagði Nissan að það myndi hleypa af stokkunum átta nýjum rafknúnum ökutækjum í þeirr viðleitni að ná árlegri sölu á 1 milljón rafhlöðuknúinna ökutækja árið 2022. Þetta sölumarkmið Nissan felur í sér hreina rafmagnsbíla og blendingsbíla.

Sala á ökutækjum með e-Power mun standa fyrir meira en helmingi heildarinnar, sagði Nissan á sínum tíma. Infiniti gerðin mun fá fyrsta rafmagnsbílinn árið 2021 og um það bil helmingur sölu lúxus vörumerkisins mun vera annaðhvort full rafmagn eða e-Power árið 2025.

Það hefur komið fram að e-Power tækni muni koma til Ameríku sem möguleiki í betur búnum bílum fyristækisins.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is