Alþjóðlega bílasýningin í París, eða Mondial De L'Auto Paris, er til skiptis annað hvert á á móti bílasýningunni í Frankfurt í Þýskalandi. Í ár var röðin komin að París, eins og við höfum fjallað um hér á vefnum okkar, og núna gátu gestir skoðað það nýjasta í bílaheiminum undir skugga Eiffelturnsins.

Peugeot e-Legend

Peugeot sýndi hugmyndabíl, coupe-gerð innblásin af 504. Peugeot segir að allt snúist um að sýna fólki að sjálfstæð rafmögnuð framtíð þarf ekki að vera leiðinleg og án tilfinninga.

image

Renault EZ-Ultimo

EZ-Ultimo er framtíðarsýn Renault sem er ekki bundinn af hagnýtum takmörkunum. Í staðinn er komin lúxusútgáfa framtíðar, þar sem þú getur sest inn, slakað á, farið í ferð með leiðsögn um nýja borg í fríi og í fullkomnum þægindum. Renault notar hágæða efni eins og marmara, tré og leður til að búa til sérsniðna innréttingu. ESpurningin er hvort það sé svolítið langsótt eða alvöru sýn fyrir framtíð bíla?

image

Audi PB 18 e-tron hugmyndabíll

Audi PB 18 er hugmyndabíl sem notar nýja rafmagns e-tron tækni Audi og hugsaður sem sportbíll framtíðarinnar. Bíll sem er hannaður fyrir ökumanninn og þannig minna gert úr sjálfstæðri aksturstækni í staðinn, PB 18 með hátækni farþegarými sem við mátti búast frá Audi. Er þetta fyrirheit um nýjan R8? Þeir hjá Audi hafa verið nokkuð góðir í að breyta hugmyndum í alvöru bíla undanfarið.

image

Renault EZ-Pro

Mikið er talað um sjálfkeyrandi bíla þessa dagana, en það er einmitt á sviði heimsendingar á vörum sem við gætum fyrst séð ökumannalaus ökutæki. Renault er stór framleiðandi sendibíla og EZ-Pro hugtakið er sýn á því hvernig ökutæki sem skilar vörum sjálfstætt gæti litið út.

image

Skoda Vision RS

Skoda Vision RS er hugmynd, en er í raun forsýning á útliti á nýrri kynslóð af bílnum Skoda Rapid - Skoda sem kostar lítið meira en Fabia en hefur meira pláss en Golf. RS-merkið sýnir skuldbindingar Skoda um að fara inn á svið hraðskreiðari bíla.

image

Mercedes EQC

Þessi rafmagns Mercedes - sem er u.þ.b. af sömu stærð og GLC jeppinn - mun fara í sölu snemma ársins 2019. Ekki er of mikið vitað um þennan bíl og enn síður um verðið. 80kWh rafhlaðan sem bíllinn er búinn gefur til kynna minna aksturssvið en hjá Audi e-tron, Jaguar i-Pace og dýrari gerðum Tesla Model X. Stríð rafmagnsjeppanna er byrjað í alvöru.

image

Audi e-Tron

Þetta var í fyrsta skipti sem almenningur getur þennan rafbíl sem Audi segir að muni ná yfir 310 km akstursdrægni í fullri hleðslu. Dæmigert Audi-útlit og er búinn hátækniþema sem meðal annars gefur kost á að sleppa hliðarspeglunum og nota myndavélar í staðinn.  Talan "55" á númeraplötunni er hluti af nýju nafnakerfi Audi.

image

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is