Mikið um frumsýningar á nýjum bílum á bílasýningunni í Los Angeles sem byrjar eftir viku

Mazda-3

Eins og við höfum fjallað um áður þá tilkynnti Mazda Motor Corporation að alveg-nýr Mazda3 muni verða heimsfrumsýndur á Los Angeles Auto Show, sem verður opin almenningi 30. nóvember til 9. desember / sérdagar fyrir blaðamenn eru 28-29 nóv.

image

Beðið með eftirvæntingu eftir nýjum Mazda 3

2020 Kia Soul Crossover

Einn þeirra nýju bíla sem birtist á komandi sýningu á Los Angeles Auto Show mun óneitanlega vekja eftirtekt. Hinn sérstæði Soul Crossover sem er nýr frá grunni í 2020-árgerð og mun koma á markað með mikla fjölhæfni fyrir alla. Djörf hönnun, mikil gagnsemi og skemmtilegir aksturseiginleikar, allt þetta verður undirstrikað með mismunandi drifrásum, þ.mt túrbínum og „bensínlausum“ rafmagnsvalkostum. Ætlað er að hinn nýi Soul Crossover komi í sölu á næsta ári

image

Kia Soul Crossover á örugglega eftir að vekja athygli

Lincoln Aviator

Alveg nýr Lincoln Aviator verður frumsýndur á sýningunni í Los Angeles.

image

Nýr Aviator fullur af tækninýjungum

Lexus LX Inspiration Series

Í nóvember mun Lexus kynna næstu gerð í „Inspiration Series“. LX er með svartt „Onyx“útlit að utan sem er á 21 tommu svörtum álfelgum og svört hjólnöf. Þetta nýja útlit er síðan undirstrikað með svörtu grilli og dökku krómi allt um kring.

image

Lexus með svörtu ívafi

Toyota Prius

Toyota hefur tilkynnt að nýr Prius verði frumsýndur á sýningunni í Los Angeles, en við verðum að bíða í viku til að vita meira.

image

Hvernig verður nýtt útlit Prius?

MINI Clubman Starlight Edition

Clubman S birtist í Los Angeles í nýrri „Starlight“-gerð og fer beint í sölu. Bílarnir eru með „Starlight Blue Metallic“ lakki og útlit sem þeir kalla „Melting Silver“ er á rönd á húddi, þaki og speglum. Hann er með silfurlitum 17 tommu felgum. Farþegarýmið er með farangurskerru, mottu í farmrými og „Click and Drive“ haldara fyrir sjallsímann.

image

MINI Clubman Starlight Edition

MINI Countryman Yin Yang Edition

Yin Yang-gerðin er byggð á MINI Cooper S Countryman og verður í boði í annaðhvort „Midnight Black“ eða „Light White“ með andstæðan lit á þaki og sérsniðna hönnun á rönd sem nær yfir allan bílinn. Yin Yang Edition kemur með „píanó-svörtu“ grilli, framljósum og afturljósum og hurðarhandföngum.

image

MINI Countryman Yin Yang Editon

MINI John Cooper Works Knights Edition

Knights-gerðin er byggð á MINI John Cooper Works Hardtop með fjölda af svörtum og silfurlitum íhlutum frá verksmiðju íhlutum og aukabúnaði. Hann er eingöngu í boði með „Midnight Black“ lakki á ytra byrði, „Melting Silver“ á þaki og speglum, auk þess að vera með sérsniðna silfurlita rönd á húddi og silfur og rauðar rendur á hliðum. Að utan einnig með píanó-svörtum ytri klæðningum, píanó-svörtum hurðarhúnum og eldsneytisloki. Knights Edition kemur einnig með John Cooper Works útblásturskerfi og krómuðum útblástursstútum.

image

MINI John Cooper Works Knights Edition

Subaru Crosstrek Hybrid

Subaru er að kynna 2019 „Crosstrek Hybrid“. Það hefur verið beðið eftir þessum jeppa með eftirvæntingu sem verður að sjálfsöögðu með aldrifi og býður upp á raunverulegt akstursgetu sem tengitvinnbíll. Þessi Subaru á að koma í sölu vestra í lok þessa árs, 2019 Crosstrek Hybrid mun einnig vera með einstakt yfirbragð bæði að utan og innan og með nýja tækni. Crosstrek er orðinn þriðji söluhæsti bíll Subaru í Ameríku frá upphafinu fyrir sex árum síðan.

image

Subaru Crosstrek hybrid

2020 Toyota Corolla Hybrid

Í kjölfarið á frumsýningu á nýjum Toyota Corrolla fyrir nokkrum dögum verður bíllinn í fyrsta skipti í boði í Bandaríkjunum í „hybrid“ útgáfu sem tengir saman rafmagn og bensín, en við verðum að bíða frumsýningarinnar til að fræðast nánar um þessa nýju gerð.

image

Fyrsta sinn í hybrid útgáfu í Bandaríkjunum

BMW X7 Sport Activity

Nýjast og stærsta gerðin í BMW X-línunni notar framúrskarandi valkosti drifrásar og tækni undirvagns, auk þess að bjóða upp á mikið af plássi í öllum þremur sætaröðum og háþróuðum tækjabúnaði til þess að skila óviðjafnanlegu reynslu fyrir ökumann og farþega. Hönnun á nýjum undirvagnsi veitir besta jafnvægi á yfirburða veggripi á grófu landslagi og framúrskarandi breytilega svörun og akstursþægindi á bundnu slitlagi. BMW X7 kemur með sem staðalbúnað tveggja öxla loftfjöðrun og rafeindastýrða höggdeyfa til að skerpa á aksturseiginleikunum, en á samtímis aukin akstursþægindi. BMW X7 mun hefja framleiðslu á BMW í Spartanburg, SC-verksmiðjunni í Bandaríkjunum síðar á þessu ári til undirbúnings fyrir markaðssetningu á bílnum í mars 2019.

image

Nýr BMW X7

BMW X5 Sport Activity

Nýjasti BMW X5 heldur sig nokkuð við áður þekkt útlit, en samt er hér að finna hreinar línur sem vekja athygli á glæsileika og afli. Formaður framendinn undirstrikar þetta enn frekar – hér er á ferðinni alveg nýr BMW X5 árgerð 2019, sem við gerum betur grein fyrir síðar.

image

Nýr BMW X5 á leiðinni

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is