MG kynnir nýjan pallbíl í Tælandi

Flestir bílaáhugamenn setja samasemmerki á milli vörumerkisins MG og sportbíla, en nú er komin breyting þar á.

Breska vörumerkið MG, sem er hluti af kínverska bifreiðaframleiðandanum SAIC Motor, hefur frumkynnt sinn fyrsta pallbíl, ekki í Kína eða Bretlandi, heldur í Tælandi.

image

Extender pallbíllinn er smíðaður í verksmiðju MG í Tælandi.

Pallbílar eru um það bil helmingur allrar bifreiðasölu í Tælandi og nýi pallbíllinn mun hjálpa MG að byggja upp sölu á þessum markaði.

Pallbíllinn er í staðalgerð búinn venjulegri 2,0 lítra túrbódísilvél og með sex þrepa sjálfskiptingu.

Pallbíllinn er önnur ný vara MG sem þeir kynna í Tælandi á þessu ári, í kjölfar V80 sendibílsins.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is