Honda mætir á Tokyo Auto Salon 2019 með 5 bíla

Upphækkaður og öflugur Honda Civic? Gamaldags kappakstursbíll S660? Það er greinilega ætlun Honda að sýna mikið af sérstæðum sérsniðnum ökutækjum á komandi 2019 Tokyo Auto Salon.

image

Þessi sýning sem haldin er í Makuhari Messe sýningarhöllinni í útjaðri Tókýó er sérsniðin sýning þar sem áherslan er einkum lögð á sérstaka og breytta bíla, aukahluti fyrir bíla og rafeindatækni tengda bílum. Hin eiginlega alþjóðlega bílasýning í Tókýó er hinsvegra haldin í október á tveggja ára fresti.

image

Af þeim fimm, er eitt af þessum ökutækjum sem stendur mest upp úr hópnum, en það er Civic Versatilist. Samkvæmt því sem fram hefur komið í fréttatilkynningu frá Honda þá er þetta í raun Civic Hatchback sem hefur verið lyft upp og fengið sterklegra. Sé rýnt í textann má segja að breytingin og búnaðurinn bætir „jeppatilfinningu“ við Civic en heldur enn stílhreinu útliti fólsbílsins.

image

Sportbíllinn „Modulo Neo Classical Racer“ byggir á Honda S660 Neo Classic sem kynntur var til sögunnar fyrr á þessu ári. Hér er búið að sameina sportlega eiginleika Neo Classic og fínstillingu af hálfu Modulo. Modulo breytingin bætir við breiðari hjólbogum, nýju setti af felgum og meira áberandi framenda sem á sér samsvörun við gömlu kappakstursbílana.

image
image

Þeir hjá Honda halda áfram að senda frá sér litla bíla með „sætu“ útliti. Honda mun sýna hugmyndabílinn „Well Concept“ ( sem er byggður á StepWGN) og „Trip Van“ ( sem er byggður á N-Van + Style Fun Turbo). Sá fyrri er sagður tákna fjölskyldubíl framtíðarinnar, sem mun einnig verða einn af fjölskyldumeðlimunum. Hinsvegar er sá síðari, „Trip Van“ sagður vera með innblástur frá brimbrettabruni og öðrum áhugamálum.

image

Í lokin má nefna „Fit Elegant Colour Collection“. Þessi bíll er þekktur sem Honda Jazz, en hér er búið að bæti við Modulo-hönnunar búnaði og þar að auki er boðið upp á einstakar litasamsetningar sem að sögn þeirra hjá Honda er sérstaklega ætlað að höfða til kvenkyns kaupenda.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is