Reynsluakstur: Toyota Corolla , árgerð 2020
Umboð: Toyota á Íslandi

Akstursþægindi, stýri, útlit, fjöðrun
Farangursrými, verð

Ljúf, kraftmikil og falleg

image

Sérlega falleg hönnun á nýjum Corolla.

Toyota Corolla er án efa einn af gullmolum bílasögunnar. Hann er mest seldi bíll í heimi ár eftir ár og nú hafa 12 milljónir manna fest kaup á Hybrid útgáfu af bíl af Toyota gerð.

Kraftmikil og silkimjúk vél

Nýja 2.0 lítra Hybrid vél Toyota er kölluð Hybrid Dynamic Force. Vélin var hönnuð fyrir Corolla bílinn. Þessi vél markar tímamót hjá Toyota því svörunin sem vélin gefur þegar maður gefur þessum bíl inn er mögnuð.

image

Þú getur fengið nýjan Toyota Corolla í 11 litum og fjórum litasamsetningum - þar sem toppurinn er svartur.

Silkimjúk hröðunin togar bílinn áreynslulaust áfram, hljóðlega og mjúkt.

image

Glæsilegar 17 tommu felgur eru á 180 hestafla Style bílnum.

Steinliggur

Þessi nýja Corolla er einfaldlega betri, flottari og með einstakan karakter. Aksturseiginleikarnir eru frábærir – og mun betri en í fyrri gerðum þessa mest selda bíls í heimi. Nýja Corollan er með lágum þyngdarpunkti þannig að hún steinliggur, eins og sleggja á veginum.

image

Gott aðgengi og fótapláss er með ágætum í nýju Corolllunni.

Fjöðrun bílsins hefur verið endurbætt og er nú fjölliða að aftan sem þýðir að bíllinn liggur betur í beygjum og nær hornum vel.

image

Plássið afturí er þokkalegt og meira að segja fyrir menn í smá yfirstærð.

Það sem færir þenna bíl upp á stjörnuhimininn er stýrið – létt og meðfærilegt með allri mýktinni gerir það aksturinn geggjaðan. Corolla er með þremur akstursstillingum, sport, normal og eco.

image

Skottið er ágætt en mætti vera stærra.

Falleg og sportleg hönnun

Hönnuðir bílafyrirtækja nútímans leitast við að hanna bíla með sem minnstri loftmótstöðu og þannig að þeir komist sem best frá mengunarlöggjöfum landa. Hönnuðir Corolla hafa ekki einatt hannað þannig bíl heldur fallegan hlaðbak sem er bæði sportlegur og hagkvæmur. Ekki eru langbakurinn og stallbakurinn síðri í útliti.

image

Toyota kynnir hér glæsilega hönnun og efnisval í nýju innanrými Toyota Corolla.

Flott innrétting

Allt efnisval er til fyrirmyndar í nýjum Corolla. Mælaborð og klæðningar eru úr fallegum mjúkum efnum og sæti eru sérlega vel hönnuð og þægileg. Style útgáfan er með rafstýrðum mjókbaksstuðningi sem er einstaklega þægilegur fídus. Mjög vel fer um mann í framsætum bílsins en fyrir stóra og stæðilega menn mætti ef til vill vera örlítið meira fótapláss afturí. Einnig er farangursrýmið frekar lítið, allavega minna en í VW Golf og Opel Astra – sem eru í sama stærðarflokki.‍

Ríkulegur staðalbúnaður

Toyota Corolla kemur í fjórum útgáfum. Live, Active, Style og Luxury. Grunnútgáfan er mjög vel búin og með nánast öllu sem dýrari gerðirnar hafa varðandi öryggi og tækni.

image

Stafrænn upplýsingaskjár er vel uppsetttur og gott að lesa úr upplýsingum.

Til að mynda er staðalbúnaður eftirfarandi: sjálfvirkt háaljósakerfi, umferðaskiltaaðstoð, árekstrarviðvörunarkerfi sem virkar líka í myrkri, á gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk, skynvæddur hraðastillir og akreinastýring.

Að auki eru dýrari gerðir með stærri álfelgum, lituðum rúðum afturí, tvískipt LED aðalljós, blindsvæðaskynjara, fjarlægðarskynjara að aftan, lykillausu aðgengi og hágæða hljómtækjum svo eitthvað sé nefnt. Þú getur síðan valið úr 11 litum og fjórum litum með sérlit af efri hluta bílsins. Við vorum á tvílitum perluhvítum með svörtum toppi.

Úr miklu að velja

image

Sportlegar línur.

Vélarstærðir í boði eru 1.2 lítra, 114 hestafla túrbóvél, 1.8 lítra, 122 hestafla Hybrid vél og svo rúsínan í pylsuendanum sem er 2.0 lítra, 180 hestafla Dynamic Force Hybrid vélin – sem er í reynsluakstursbílnum.

image

LED ljós prýða nýju Corolluna.

Eyðslutölur nýju Corollunnar eru með eindæmum flottar. Í minnstu vélinni er uppgefin eyðsla um 5.1 - 5.6 ltr/100km. Uppgefin eyðsla fyrir 1.8 lítra vélina er gefin upp 3.3 - 3.6 ltr/100km og fyrir stærstu vélina 2.0 lítra Dynamic Force vélin er eyðsla gefin upp 3.7 – 3.9  ltr/100km.

Slær í gegn

Okkar mat er að þessi nýja Corolla slær í gegn. Akstursþægindi, búnaður og eyðslutölur eru framúrskarandi. Endurbætt hönnun Corolla er að gera bílinn mun skemmtilegri í akstri en margra af keppinautunum, bíllinn er stöðugur í öllum akstri og fjöðrunin mjög góð.

image

Hybrid vélin gefur 180 hestöfl og togar bílinn í 100 km/klst. á 7.9 sek.

Eina sem stingur í auga er ef til vill verðið – en reynsluakstursbíllinn er á 5.690.000 krónur nú í júní 2020. Þó verður að taka inní að gengið er mjög óhagstætt þessa dagana og ætla má að Covid hafi vanstillt venjulegt árferði í verðlagningu og þá ekki síður bíla en annarra vara.  Við mælum með að þú óskir eftir tilboði í þína Corollu.

Helstu tölur:

Verð frá: 4.790.000 kr. (Verð í júní 2020).

Vél: 2.0 rms. Hybrid.

Hestöfl: 180.

Hámarkstog: 190/4400-5200 Nm/sn/mín.

0-100 k á klst: 7.9 sek.

Hámarkshraði: 180 km/klst.

CO2: 84-89 gr/km.

Eigin þyngd: 1340-1510 kg.

Toyota Corolla Hatchback verðlisti
Útfærsla
Drif
Vél
Girkassi
Eldsneyti
Tog-Hö.
VERÐ FRÁ.
Hybrid Live
Framhjóladrif1.8L Sjálfskipting Bensín Hybrid142 - 140
Hybrid Active
Framhjóladrif1.8L Sjálfskipting Bensín Hybrid142 - 140
Hybrid Active Plus
Framhjóladrif1.8L Sjálfskipting Bensín Hybrid142 - 140
Hybrid Active
Framhjóladrif2.0L Sjálfskipting Bensín Hybrid190 - 196
Hybrid GR Sport
Framhjóladrif1.8L Sjálfskipting Bensín Hybrid142 - 140
Hybrid Premium
Framhjóladrif1.8L Sjálfskipting Bensín Hybrid142 - 140
Hybrid Active Plus
Framhjóladrif2.0L Sjálfskipting Bensín Hybrid190 - 196
Hybrid GR Sport
Framhjóladrif2.0L Sjálfskipting Bensín Hybrid190 - 196
Hybrid Premium
Framhjóladrif2.0L Sjálfskipting Bensín Hybrid190 - 196
* Eydsla bL akstur ** 0-100 km/klst
Gert með fyrirvara um prentvillur. Toyota á Íslandi áskilur sér rétt til breytinga án fyrirvara á verði og búnaði. Vinsamlegast athugið að búnaður á mynd getur verið ólíkur búnaði bílsins.
Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is