Reynsluakstur: Skoda Kodiaq, árgerð 2019
Umboð: Hekla.is

Mikið pláss fyrir ökumann og farþega, mjög stórt farangursrými, gott aðgengi, ágæt innrétting
Heyrist full mikið í vélinni á lágum hraða, blindhorn aftur til hliða

Reynsluakstur á Skoda Kodiaq í suðrænni sól

Stundum kemur reynsluakstur á nýjum bíl óvænt upp í hendurnar. Þegar ég kom hingað til Spánar fyrir viku þá lá það fyrir að ég þyrfti að leigja mér bíl að stærri gerðinni, því fyrir lá að sækja húsbúnað í geymslu og kom fyrir í íbúðinni sem við dveljum í hér á Spáni.

image

Skoda Kodiaq - Þetta er fyrsti sjö sæta bíllinn sem Skoda hefur smíðað og beint sjónum að fjölskyldunni og þörfum hennar.

Upphaflega var búið að leggja drög að bíl frá Seat, sæmilega stórum stationbíl, en afgreiðslumaðurinn í bílaleigunni gerði mér tilboð sem ekki var hægt að hafna:

Fullkominn fjölskyldubíll

Skoda Kodiaq er greinilega einn allra besti fjölskyldubíllinn á markaðnum í dag. Ef verið er að leita að þokkalegum jeppa á góðu verði með stóru farangursrými, möguleika á sjö sætum og sem fer vel með alla í akstri þá er þetta hentugur bíll.

image

Sé horft á bílinn frá hlið sést vel hversu stór hann er í raun og hár frá vegi

Skoda Kodiaq er stór - jafnvel fyrir jeppa. Stærðin gerir það að verkum að hann er framúrskarandi fjölskyldubíll, því hann er nógu langur til að hafa pláss fyrir þriðju sætaröðina og samt er ágætt pláss í skottinu fyrir ferð í búðina.

image

Horft að aftan sést vel hve stór afturhlerinn er og fínn frágangur á afturljósunum.

Það sem meira er, allt þetta rými er ekki á kostnað gæða. Hér í Skoda Kodiaq lítur innréttingin vel út og öll efnistök með þeim hætti að ekki er hægt að finna að.

Góður í akstri

Þrátt fyrir stærð Skoda Kodiaq er hann ekki erfiður bíll í akstri. Stýrið er létt og vegna þess hve hátt maður situr er frábært útsýni frá ökumannssætinu - fyrir utan nokkra blinda bletti þegar maður lítur til baka.

image

TSI-vélin er ekki sú stærsta í sportjeppa af þessari stærð en skilar bílnum vel áfram.

En öfugt við það sem búast má við af stórum jeppa þá hallar Skoda Kodiaq ekki mikið í beygju. Það er þétt fjöðrunin sem gerir þetta mögulegt, einnig hún er einnig ábyrg fyrir því að bíllinn finnur aðeins meira fyrir ójöfnum á litlum hraða og það heyrist líka aðeins meira í vélinni á litlum hraða, en bíllinn sem ég var með þessa daga var sjálfskiptur, með sex þrepa sjálfskiptingu og 1,4 lítra, 150 hestafla bensínvél. Þótt vélin sé ekki stór þá dugar hún vel og nægt afl.

Aðeins framhjóladrif í þetta sinn

Heima á Íslandi hefði aðeins verið við hæfi að reynsluaka Skoda Kodiaq með aldrifi, en hér í sólinni og hraðbrautunum á Spáni dugar framdrifið vel. En hvort sem ekið var um þröngar götur í gömlum bæjarhluta hér í Jáeva eða brunað á hraðbrautinni á góðri þriggja stafa hraðatölu þá þetta bíll sem er gaman að aka.

image

Mjög gott aðgengi að framsætum og það fer vel um ökumanninn undir stýri.

image

Aðgengi að aftursætum er með því besta sem gerist í bílum í þessum stærðarflokki og fótarými fyrir farþega er yfirdrifið nóg.

Öruggur

Maður beinlínis finnur fyrir örygginu í Skoda Kodiaq, sem er ágæt þægindatilfinning þegar ekið er til skiptis á stórum hraðbrautum eða innanbæjarumferð hér á Spáni þökk sé fimm stjörnu öryggisstigagjöf Euro NCAP. Skoda Kodiaq er smíðaður í sex verksmiðjum um allan heim en meirihluti seldra bíla í Evrópu kemur frá tékkneskum verksmiðjum Skoda í Kvasiny.

image

Vinnuaðstaða ökumanns er mjög góð og fín yfirsýn yfir helstu stjórntæki.

Góð innrétting

Innréttingin í Skoda Kodiaq er vel gerð og lítur vel út. Mælaborðið, hurðirnar og miðjustokkur eru öll þakinn í fallegu mjúku plasti, en sætin – klædd með góðu áklæði og styðja vel við í akstri og hjálpa til við að öllum líði vel.

image

Allt á sínum stað og auðvelt að ná til allra stjórntækja, skjárinn efst fyrir miðju er aðgengilegur og stýringar á miðstöð þar fyrir neðan.

Allt er líka auðvelt í notkun, þar sem þú stendur ekki frammi fyrir miklum fjölda hnappa; og það er auðvelt að stjórna hnöppum fyrir loftræstikerfið og útvarp þegar verið er á ferðinni.

Venjulega upplýsinga og afþreyingarkerfi er stjórnað með 6,5 tommu snertiskjá, sem er með tveimur röðum flýtihnappa.

Gott pláss og risastórt farangursrými

Það er gífurlegt pláss í framsætum í Skoda Kodiaq, með nægilegri aðlögun á sætinu og stýrinu til að allir geti notið sín. Og ökumaðurinn fær góða sýn yfir veginn fram undan þökk sé hækkaðri akstursstöðu.

image

Farangursrýmið í Kodiaq er yfirdrifið. Þegar búið er að leggja niður allar sætaraðirnar þrjár þá er plássið liðlega 2000 lítrar og fór létt með það að „gleypa“ varning af heilu vörubretti.

image

Það er enn ágætt pláss þótt búið sé að reisa annað af sætunum í aftasta bekknum.

image

Og þegar er búið að taka þriðju sætaröðina í notkun þá er enn eftir meira farangurspláss en í mörgum minni fólksbílum.

Talandi um krakka þá veita risastórir afturgluggar Skoda Kodiaq frábært útsýni og ættu að hjálpa til við að draga úr bílveiki við langar ferðir.

image

Hér sést vel hve aðgengi er gott að aftursætunum.

Og þá er röðin komin að farangursrýminu, sem var ástæða þess að Skoda Kodiaq er hér í reynsluakstri. Þegar búið er að leggja fram sætaraðirnar tvær þá myndast mjög stórt pláss með flötu gólfi. Plássið í þessum bíl er liðlega 2,000 lítrar og þegar kom að því að raða inn varningnum sem var í geymslunni á heilu Euro-bretti og meira en meter á hæð, þá small þetta allt í bílinn í einni ferð.

Niðurstaða

Miklu liprari og skemmtilegri bíll en ég hafði gert mér í hugarlund. Góður jafnt í þröngum götum og á hraðbrautinni, hjálparbúnaður í akstri til fyrirmyndar og einstaklega góður í umgengni, sérstaklega fyrir farþega í aftursæti (miðjuröðinni).

image

Mjög góður armpúði er við hlið ökumannssætis…

Það var því með mikilli eftirsjá sem bílnum var skilað á flugvellinum í Alicante og í staðinn var ekið í burt á splunkunýjum rauðum Volkswagen Polo, sem verður látinn duga það sem eftir er mánaðarins.

image

…og þegar honum er rennt aftur kemur í ljós dágott geymsluhólf fyrir smáhluti.

En ég er næsta viss um að fá Skoda Kodiaq með aldrifi til stutts samanburðaraksturs að láni hjá þeim Heklu-mönnum þegar heim er komið.

Útfærsla
Drif
Vél
Girkassi
Eldsneyti
Tog-Hö.
VERÐ FRÁ.
Ambition
Fjórhjóladrif2.0L Sjálfskipting Dísel360 - 150
Style
Fjórhjóladrif2.0L Sjálfskipting Dísel360 - 150
L&K
Fjórhjóladrif2.0L Sjálfskipting Dísel360 - 150
* Eydsla bL akstur ** 0-100 km/klst
Gert með fyrirvara um prentvillur. HEKLA HF. áskilur sér rétt til breytinga án fyrirvara á verði og búnaði. Vinsamlegast athugið að búnaður á mynd getur verið ólíkur búnaði bílsins.
Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is