Reynsluakstur: Kia Ceed, árgerð 2019
Umboð: Kia

Ríkulegur öryggisbúnaður, afl, hljóðlátur
Hliðarstuðningur í sætum

Nýr Kia Ceed, flottur fjölskyldubíll

Við tókum góðan bíltur á dögunum á nýjum Kia Ceed. 2019 árgerðin af Kia Ceed er sú þriðja sem Kia kynnir frá árinu 2006. Bíllinn er snotur og býr yfir mörgu af því besta sem bílar í þessum flokki eru búnir í dag. Reyndar hefur Kia ávallt búið bíla sína vel og jafnvel með meiri búnaði en samkeppnisaðilar hafa geta státað af.

image

Kia Ceed 2019 tekur sig vel út í EX útgáfunni á 17 tommu álfelgum.

Við fyrstu sýn er nýi Kia Ceed bíllinn alls ekki ólíkur öðrum hlaðbökum á markaðnum.  Keimlíkur nýjum Ford Focus og Toyota Corolla er gaman að bera þessa bíla saman að einhverju leiti en við hjá Bílablogg.is höfum einmitt reynsluekið bæði nýjum Ford Focus og Toyota Corolla 2019.

Nýjar bensínvélar

Nýi Kia Ceed bílinn er frábrugðinn fyrri útgáfum hvað framboð véla varðar. Nú er bíllinn aðeins boðinn með bensínvélum en ekki sparneytnu díselvélunum eins og áður.  Ódýrasta útgáfa Kia Ceed er af Kappa gerð og er hann með 1.0 lítra vél, 6 gíra beinskiptingu sem skilar 120 hestöflum. Ceed X er síðan næsta týpa fyrir ofan Kappa og er hann fáanlegur með 1.4 lítra öflugri bensínvél með 6 gíra beinskiptingu eða 7 gíra sjálfskiptingu og er sá bíll að skila 140 hestöflum. Eyðslan er frá 5.5 lítrum á hverja 100km. með minni vélinni og 5.7 lítrar á hverja 100 km. með þeirri stærri. EX bíllinn er sá bíll sem við prófuðum og var hann sérlega vel búinn, 1.4 lítra vél, sjálfskiptur, 140 hestöfl og sérlega ríkulega búinn.

image

Kia Ceed fæst með 1 lítra, 120 hestafla og 1.4 lítra 140 hestafla bensínvélum

Það var smá rigningarsuddi þegar við tókum við bílnum hjá Kia umboðinu á Krókhálsi og við ákváðum að skella okkur austur á Nesjavelli og sjá hvernig bíllinn reyndist á misgóðum mjóum veginum áleiðis austur. Byrjuðum á því að stilla sætin og renna í gegnum búnað bílsins. 8 tommu upplýsingaskjárinn er einfaldur og auðveldur í notkun.  Hæðarstilling er á framsætum en undirrituðum fannst að í bíl í þessum klassa hefði hliðarstuðningur sætis setunnar mátt vera örlítið stinnari og einnig stuðningur til hliðanna í sætisbakinu. Í beygjum á hlykkjóttum veginum austur á Nesjavelli var rann maður fullmikið til í sætinu í beygjum enda bíllinn kraftmikill.  

Annars er innréttingin glæsileg og hægt að velja um nokkrar útfærslur og meðal annars leðurstæti. Ceed er rúmgóð frammí og gott pláss í aftursætum bæði höfuð- og axlarrými. Skottið er eins og gerist og gengur í bílum í þessum stærðarflokki, hvorki meira né minna.

image

Lyklalaust aðgengi, start og stop búnaður og LED dagljós eru meðal búnaðar í nýjum Kia Ceed.

Android Auto og Apple Carplay

Mælaborðið er mjög vel uppsett og 4.2 tommu upplýsingaskjár í miðju hans gefur manni allar upplýsingar sem maður þarf á að halda úr upplýsingakerfi bílsins. Kia Ceed er ríkulega búinn nýrri tækni sem hefur verið að ryðja sér til rúms í dýrari gerðum bíla á undanförnum árum en farin er að sjást í minni gerðum bíla. Akreinavari, upplýsingar um hraðatakmarkanir, athyglisvari sem fylgist með stýrishreyfingum, notkun stefnuljósa og mynstri í hröðun. Við sem vorum að reynsluaka fengum tvisvar aðvörun frá þessu kerfi enda vegurinn hlykkjótur og í hæðum og lægðum.

image

EX útgáfan er með 4.2 tommu með íslensku leiðarkerfi, Apple Carplay og Android Auto.

Kian er með árekstarvara að framan sem virkar þannig að skynjari og myndavél gefa aðvörun með ljósi í mælaborð og viðvörun í stýri. Ef ökumaður bregst ekki við beitir búnaðurinn hemlakerfinu til að bregðast við aðstæðum.

image

Gott aðgengi, hæðarstillanleg framsæti og nægt fótapláss fyrir leggjalanga einstaklinga.

image

Snjall bíll

Það má með sanni segja að nýr Kia Ceed sé snjall bíll. Öryggiskerfið er öflugt og gerir aksturinn bæði ánægjulegri og öruggari. Þó við höfum ekki ekið bílnum í myrkri kynntum við okkur ljósabúnaðinn vel. Bíllinn er búinn svokölluðum Ice Cube LED, dagljósabúnaði sem virkar þannig að myndavél á framrúðinni skynjar bíl á móti slökknar sjálfkrafa á háu ljósunum og lágu ljósin taka við. Frábær eiginleiki sem eykur öryggi og kemur í veg fyrir að ökumaðurinn þurfi sjálfur að meta hvenær sé nú rétt að bregða birtu.

image

Sportlegur og fallegur hlaðbakur.

Skemmtilegur bíll

Í heild er nýji Kia Ceed bíllinn skemmtilegur bíll á hagvæmu verði en reynsluakstursbíllinn kostar nú (í ágúst mánuði 2019) um fjórar og hálfa milljón sem er svipað og samkeppnin býður uppá miðað við sambærilegan búnað. Bílinn er sérlega lipur, hljóðlátur með eindæmum og sjálfskiptingin þannig að þú varla tekur eftir því að bíllinn skipti sér. Fjöldinn allur af tengimöguleikum er í bílnum eins og AUX tengi, USB tengi og 12 V tengi.  Þráðlaus símahleðsla er í EX bílnum. Ceedinn er einnig búinn 40:20:40 niðurfellanlegum aftursætum og ISOFIX festingum fyrir barnabílstólinn.

image

Hægt er að velja um 15, 16 eða 17 tommu felgur.

Helstu tölur:

Verð frá: 3.540.000 kr. (EX reynlusakstursbíll 4.440.000 kr.)

Vél: 1.400rms

Hestöfl: 140 við 6.000 sn.

Newtonmetrar: 242 við 1.500-3.200sn.

0-100 k á klst: 10,4 sek.

Hámarkshraði: 205 km

CO2: 129 g/km

Eigin þyngd: 1.412kg

L/B/H 4310/1800/1447 mm

Eyðsla bl ak: 5,7 l/100 km

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is