Reynsluakstur: Jagúar XF, árgerð 2018
Umboð: BL

Jaguar XF reynsluakstur – ef Facebook stöðuuppfærsla væri bíll

Bílnum.is gafst kostur á að reynsluaka Jaguar XF á dögunum við það sem verða að teljast kjöraðstæður í íslensku haustveðri. Það var kannski synd, bíllinn fjórhjóladrifinn og hann hefði eflaust getað sýnt góða takta í slabbi og skítaveðri. En þrátt fyrir allt er þetta Jaguar, fágaður bíll fyrir fágað fólk og veðrið var því ákjósanlegt.

image

Skarar framúr í aksturseiginleikum sem skapar mótsögn

Að innan er Jaguar XF í Portfolio útgáfunni bæði vel útbúinn og smekklegur. Jaguar fer sínar eigin leiðir við hönnun á innanrými og stendur ekki alveg á pari við samkeppnina eins og hún er best – en nýtur þó þess að skera sig rækilega úr því mengi með óvenjulega hönnuðu mælaborðinu. Það fer vel um mann við stýrið og manni líður afskaplega vel.

image

Valkostur til móts við jepplingafárið

Dísilvélin þýðir að bíllinn er í hagstæðari tollaflokki en ef hann væri t.d. með bensínvél og það getur oft ráðið úrslitum um hvort bíll sé boðlegur með tilliti til verðs á íslenskann markað. Verð Jaguar XF Portfolio er samkeppnisfært, sérstaklega þegar haft er í huga hve fótviss og hentugur fyrir íslenska vegi þessi bíll er – hann kostar 8.590.000 eins og hann var prófaður en grunnverðið er 7.590.000. Ódýrasta gerð Jaguar XF er á 5.790.000.

image

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is