Reynsluakstur: Alfa Romeo Stelvio, árgerð 2018
Umboð: Ísband

Fjallaskarðið Stelvio er hárrétti kokteillinn fyrir Ísland

image

Bíllinn fékk bensíngerð bílsins til prófunar, tveggja lítra 280 hestafla vél.

Það er ef til vill til marks um ágæta stöðu í efnahag þjóðarinnar að á stuttu tímabili hafi verið kynntir til sögunnar tveir nýir framleiðendur í bílaflóru landsins, Jagúar og núna síðast Alfa Romeo sem hefur verið hér í mýflugumynd síðan tegundin seldist vel skömmu fyrir aldamót.

image

Ekki beinlínis fallegur... frekar væri við hæfi að segja að hann væri glæsilegur.

Öflugasta útgáfan heldur brautarmeti á Nordshcleife

Allt viðmót ökumanns er einfalt, ökumannsmiðað og hefðbundið – ekkert af ítalskri sérvisku til að rugla mann. Það er ekki laust við að maður sakni þess að leita að tökkunum fyrir rúðuupphalarana og fleira slíkt, en í Stelvio er allt á réttum stað. Það er heldur ekki skrítið. Alfa Romeo ætlar að sigra heiminn með Stelvio og hann þarf því að standast samkeppninni snúning.

image

Allt viðmót ökumanns er einfalt, ökumannsmiðað og hefðbundið – ekkert af ítalskri sérvisku til að rugla mann.

Rúmgóður og þægilegur

Þegar það er líka skoðað að Stelvio er praktískur, mjög þægilegur og rúmgóður er ljóst að um afar góðann valkost er að ræða fyrir bílhneigða Íslendinga. Stelvio nær nefnilega að skera sér afmarkaða sneið af markaði sportjeppa því hann þykist í raun ekki vera það sem Íslendingar kalla í daglegu tali jepplingur. Stelvio er raunverulegur sportjeppi, með áherslu á sportið.

image

Stelvio er praktískur, mjög þægilegur og rúmgóður.

image

Stelvio er raunverulegur sportjeppi, með áherslu á sportið.

image

Fyrir þá sem velta fyrir sér hvernig svona bíll stenst samanburð við áreiðanlegustu asíubílana þá mun tíminn væntanlega leiða það í ljós. Framleiðslugæði Stelvio eru þó á háu stigi og það er staðfest af áreiðanleikakönnun What Car þar sem Guilia, systurbíll Stelvio, var í þriðja sæti yfir áreiðanlegustu bílana (á eftir Volvo V60 og Opel Insignia – hlekkur https://www.whatcar.com/news/2018-what-car-reliability-survey/n17810 ) og á topp tíu síðustu tvö ár í röð. Þá er Stelvio tiltölulega sparneytinn með bensínvélinni og var í blönduðum akstri með um 12,5 lítra á hundraðið þrátt fyrir að allir 280 hestarnir væru reglulega nýttir.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is