Reynsluakstur: Opel Mokka e, árgerð 2021
Umboð: Bílabúð Benna

Akstursþægindi, sjónlína og sæti
Sætisbök afturí og farangursgeymsla

Sportlegur rafdrifinn borgarbíll

Nýr Opel Mokka er sjálfsagt einn af þeim bílum sem hefur fengið hvað ríkulegasta uppfærslu á árinu 2021.

Gjörbreyttur Mokka e byggður á grunni nýja Opel Corsa kemur virkilega á óvart.

Þetta er bíll sem gott er að aka og vekur athygli fyrir djarft útlit.

image

Sportlegar línur í nýjum Mokka e.

Höfðar til margra

Hönnuðir Opel hafa teiknað bíl sem bæði virkar hvorutveggja sem hefðbundinn bíll með brunavél ásamt því að bera einkenni rafmagnsbílsins.

image

Þú getur fengið nýjan Mokka í skemmtilegum útfærslum og flottum litum.

Vandað til verka

Að innan er útlit og efnisval í sérflokki. Framsæti eru sérlega vel heppnuð og halda mjög vel við bak og læri enda eru þau hönnuð í samstarfi við þýska baklækna.

image

Það hefði mátt vera hægt að stilla hallann á bökum aftursæta.

Opel Mokka e er náskyldur bróður sínum Corsa sem kom, sá og sigraði á síðasta ári. Báðir 100% rafdrifnir og með sama rafmótor en drægni Mokka e er eilítið minni vegna stærðar- og þyngdarmuns.

image

Farangursrýmið er frekar lítið.

Tilvalinn borgarbíll

Bíllinn kemur með 50 kWst. rafhlöðu sem dregur allt að 325 kílómetra skv. WLTP staðli. Hér heima í íslensku veðri má reikna með að bíllinn sé að komast um 200-230 km. á hleðslunni.

Með 11 kWst. heimahleðslustöð tekur um fimm og hálfa klukkustund að hlaða bílinn upp í 80%.

image

Hurðir opnast ágætlega og þægilegt er að setjast inn og stíga út úr bílnum.

image

Afturhurðir opnast ágætlega líka.

Margar gerðir

Bílabúð Benna sem er umboðsaðili Opel á Íslandi býður bílinn í fjölmörgum útfærslum og á frábæru verði. Mokka e Edition er grunnútgáfa og hún er sérlega vel búinn. Þar má nefna árekstrarviðvörun með neyðarhemlun, fjórir hátalarar og sjö tommu margmiðlunarskjár með blátannarbúnaði.

Tímastillt miðstöð með loftkælingu sem hægt er að stýra í gegnum snjallsíma.

Varmadæla sem eykur skilvirkni miðstöðvar, rafmagnshandbremsa, skynvæddur hraðastillir, akreinavari og umferðamerkjaaðstoð, LED dagljósakerfi, regnskynjari í framrúði og þrjú aksturskerfi. Þau eru eco, normal og sport. Bíllinn er ágætlega snöggur og skemmtilegur í sport stillingunni en eyðir að sjálfsögðu mestri orku í þeirri stillingu.

image

Opel Mokka lúkkar ansi vel bæði að innan og utan. Sérlega einföld og skemmtileg framsetning á öllu.

Aðrar útgáfur eru Business Elegance sem kemur meðal annars með bakkmyndavél og leiðsögukerfi, GS Line Pack sem gerir bílinn ansi sportlegan og er með svörtum toppi.

image

Sterklegur afturendi gefur bílnum fallegan svip.

image

Skotthlerinn opnast vel.

Flott mælaborð

12 tommu mælaborðið er geggjað. Það samanstendur af stórum skjá sem mælaborðsskjá og öll grafík er toppflott og upplýsingamiðlun er einföld og skýr.

image

Mælaborðið er mjög skemmtilegt og allt skýrt og einfalt.

Ljúfur í akstri

Við vorum svo heppin hjá Bílablogg.is að fá að aka bílnum upp í Kjós og um Hvlafjörð, niður á Akranes og heim. Aksturseiginleikar bílsins komu vel fram í þeim túr. Stinn fjöðrun, nákvæmt stýri og góð sjónlína ökumanns eru það sem stendur uppúr.

image

Sætin eru æði, það er ekki ofsögum sagt. Góður bakstuðningur, setan nægilega djúp og útlitið töff.

Þú setur saman þinn eigin Mokka e

Reyndar er bíllinn alveg draumur í borginni, lipur og léttur og auðvelt að aka um þröngar götur og stræti. Þar á þessi bíll líka heima – sem ekta borgarbíll fyrir nútímafjölskyldu.

Einstakur sem annar bíll á heimili eða ungu hjónin með kornabarnið.

Útfærslur og verð ættu síðan ekki að koma í veg fyrir að þú finnir rétta Opel Mokka e sem passar þér.

image

Isofix festingar fyrir barnafólkið.

image

LED lýsing allan hringinn.

Helstu tölur:

Verð frá kr. 3.990 þús. Reynsluakstursbíll Mokka e Ultimate 4.790 þús. (Tilboð í ágúst 2021).

Lengd (mm): 4151

Hæð (mm): 1532.

Breidd með spegla niðri / með spegla uppi (mm): 1987/1791.

Geymslupláss - aftursæti uppi: 350 lítrar.

Þyngd: 1598 kg.

Rafhlaða: 50 kWh (80% hleðsla á 30 mín með hraðhleðslustöð).

Hámarksafl: 100 kW, 136 hö.

Hámarkstog: 260 Nm.

Drægni: 324 km skv. WLTP.

Útfærsla
Drif
Girkassi
Eldsneyti
Tog-Hö.
Stærð rafhlöðu
Drægni allt að
VERÐ FRÁ.
Elegance Buisness
Framhjóladrif Sjálfskipting Rafmagn260 - 13650 kWh328 km
Ultimate
Framhjóladrif Sjálfskipting Rafmagn260 - 13650 kWh328 km
* Eydsla bL akstur ** 0-100 km/klst
Gert með fyrirvara um prentvillur. Brimborg áskilur sér rétt til breytinga án fyrirvara á verði og búnaði. Vinsamlegast athugið að búnaður á mynd getur verið ólíkur búnaði bílsins.
Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is