Reynsluakstur: Kia EV6, árgerð 2022
Umboð: Kia á Íslandi

Munið þið eftir þegar rafbílar voru hrikalega ljót og kassalaga fyrirbæri? Eitthvað sem stórfurðulegur karl í næsta bæjarfélagi átti og flestir töldu víst að hann hefði smíðað sjálfur.

Rafdolla sem var úti í sóðalegum bakgarðinum, innan um gömul baðker, ónýt raftæki og morkin dekk.

Þá sjaldan hann kom „tækinu“ af stað, biðu allir í hverfinu spenntir eftir að eitthvað klikkaði og svo þegar það gerðist, bentu menn á karlinn og „bílinn“ hans og hlógu bæði hátt og hrossalega.

image

Bíllinn sem ég hef í huga var ekki ólíkur þessum hérna. Þessi heitir Comuta.

Ég man eftir einum svona karli. Krakkarnir sögðu að hann væri „klikkaður vísindamaður“ sem hafði víst „lesið yfir sig“ þegar hann var að klára doktorinn og væri bara alveg ga-ga. Já, og sennilega væri hann að smíða geimflaug inni í stofunni hjá sér; þess vegna væri alltaf dregið fyrir hjá honum. Og í garðinum, innan um bilaða ísskápa, var eitthvað tæki sem hann kallaði „rafmagnsbíl“ sem væri framtíðarökutæki.

Hann átti kannski ekki við þetta eintak, heldur rafbílinn yfirleitt, sem ökutæki framtíðar.

Þetta er liðin tíð; að það séu bara einstaka sérlundaðir „rugludallar“ sem eiga rafbíla sem hlegið er að (bæði bílunum og körlunum). Og karlinn, þessi furðulegi, reyndist þegar allt kom til alls, vera algjör meistarasnillingur. Í dag þykast flestir eflaust hafa borið mikla virðingu fyrir honum „í denn“.

image

Scout Scarab sem heimurinn var ekki tilbúinn fyrir

Hæ nútími og halló þægindi

Auðvitað þurfa ekki allir að vera á sama máli um hvort bíllinn sé fallegur eða ekki. Það er nú í raun ekki mál málanna. Eitt lítið dæmi um útlitsatriði sem hinn gamli Stout, EV6 og Ioniq 5 eiga sameiginlegt, eru húnarnir.

Þeir eru „faldir“ þ.e. þeir falla að bílnum þegar honum er læst eða þegar ekið er af stað. Það er hugsun að baki; þetta dregur úr loftviðnámi. Jú, og svo gerir þetta bílana rennilegri ásýndar.

image

Skiptingin er á snúningshjóli eða skífu á miðjustokki og er ljómandi þægilegt að nota hana. Engar stangir eða stautar út í loftið. Miðstöðin er líka „áþreifanleg“, þ.e. þó að voðalega margt sé stafrænt þá er samt hægt að „skrúfa“ upp hitann eða niður. Það þykir mér alla vega fínt.

Vil hafa tilfinningu fyrir þessu – sérstaklega af því að oft hækkar eða lækkar maður hitann við akstur og vill að sjálfsögðu ekki þurfa að glápa á skjá til þess.

Bílstjórinn er ekki rammaður inn í „búr“ eða hólf í sætinu sínu heldur getur hann hreyft sig í þægilegu sætinu sem má fella alveg niður t.d. meðan hlaðið er. Það er nánast endalaust pláss hér og þar fyrir töskur og dót. Í miðjustokki, hurðum, hanskahólfi og já, það er alla vega nóg af hólfum í bílnum.

image

Blessuð börnin í góðum málum

Aftur í bílnum er heldur betur gott pláss og geta bæði smáir og ekki svo smáir látið fara vel um sig þar. Það er ekkert sem kemur upp úr gólfinu því hönnunin er þannig að rafgeymarnir liggja undir (kann ekki að skýra það nánar) og gólfið því sléttur flötur sem liggur við að segja að hægt sé að ganga um.

image

Nefnir hann þó að ISOFIX bílstólafestingarnar séu dálítið faldar og að krækja þurfi í þær en það gæti verið af því að þær höfðu ekki verið notaðar áður. Um að gera að prófa bílinn með þetta í huga, þ.e. þau ykkar sem eruð með börn á þeim „bílstólaaldri“ en KIA EV6 er algjörlega frábær í heildina litið fyrir fjölskyldur.

Til dæmis má nefna farangursrýmið; að framan- og aftanverðu auðvitað. Samtals er farangursrými bílsins tæplega 600 lítrar.

USB-tengi eru í sætisbaki framsætanna fyrir þá sem sitja aftur í og geta allir tengst því sem tengjast þarf. Ekkert rifrildi takk!

image

Það er frekar erfitt að sjá út um afturrúðuna; hún er agnarsmá og er hátt uppi. Sem betur fer eru myndavélarnar góðar og ótal skynjarar en það virðist vera sem hönnun bíla, t.d. Polestar 2 og EV6 sé að færast í þá átt að afturrúðan er að verða að einhvers lags kýrauga og blindpunktarnir eru of margir. Kannski þarf maður bara að venjast því að treysta alfarið á tæknina?

Langt kemst hann á hleðslunni

Það er fínt að aka EV6 þó það sé ekki neinn sportbílafílingur til staðar, þannig séð. Það er nefnilega þannig að ekki þurfa allir bílar að vera „sport-eitthvað“.

EV6 er lipur, ljúfur, þýður og góður og í raun væri kjánalegt að reyna að troða einhverju voðalegu sporti í hann.

image

Afturhjóladrifni bíllinn með 58 kWh er skv. framleiðanda 8,5 sekúndur frá 0 upp í 100 km/klst og sá fjórhjóladrifni 6.2 sekúndur. Það er nú bara fínt.

Góður og gagnlegur staðalbúnaður

Verðið á EV6 í grunnútfærslu (Style) er 5.990.777 kr. (er þetta 777 á verðmiðum KIA til að minna á sjö ára ábyrgð? Hlýtur að vera…).

image

Dásamlegu smáatriðin

Eins og lesendur kannski vita þá gleðja smáatriði í hönnun bíla mig oft afskaplega mikið. Eitt sem ég er æðislega hrifin af í nýlegum bílum frá KIA og Hyundai er að bíllinn lætur mann vita þegar bíllinn fyrir framan er farinn af stað, þ.e. ef maður er eitthvað utangátta og lengur að taka við sér en alla jafna.

Næsta smáatriði sem á líka við um nýlega Hyundai og KIA er það sem kallast „voice memo“.

Segjum sem svo að skáldagyðjan banki óvænt upp á þegar maður er úti að aka þá er það í góðu lagi. Getur maður þá blaðrað viðstöðulaust og tekið herlegheitin upp og hver veit nema úr því verði bók. Og svo getur verið gaman að hlusta á vitleysuna í sjálfum sér seinna. Eða kannski ekki.

image

Í flestum rafbílum er hægt að svæðisskipta miðstöðinni, þ.e. þannig að ekki sé allt á fullu, hakkandi í sig rafhleðsluna þegar maður er t.d. einn í bílnum. Mikið gott.

Athugið að hér er margt óheppilegt og alls ekki til eftirbreytni, eins og að kvikmynda og aka á sama tíma og það að aka voða hratt. En hljóðið er skemmtilegt.

Heimurinn er loks tilbúinn fyrir bíla á borð við þá frændur EV6 og Ioniq 5. Það er gott og um að gera að taka þeim fagnandi. Kannski tími Stout Scarab sé loks að renna upp? Þeir myndu taka sig vel út saman.

Útfærsla
Drif
Girkassi
Eldsneyti
Tog-Hö.
Stærð rafhlöðu
Drægni allt að
VERÐ FRÁ.
58 kWh Style
Afturhjóladrif Sjálfskipting Rafmagn350 - 16358 kWh397 km
77 kWh Style
Afturhjóladrif Sjálfskipting Rafmagn350 - 22577 kWh528 km
77 kWh Luxury
Afturhjóladrif Sjálfskipting Rafmagn350 - 22577 kWh528 km
77 kWh Style
Fjórhjóladrif Sjálfskipting Rafmagn605 - 32577 kWh506 km
77 kWh Luxury
Fjórhjóladrif Sjálfskipting Rafmagn605 - 32577 kWh506 km
77 kWh GT-Line
Fjórhjóladrif Sjálfskipting Rafmagn605 - 32577 kWh506 km
77kWh eGT
Fjórhjóladrif Sjálfskipting Rafmagn740 - 58577 kWh406 km
* Eydsla bL akstur ** 0-100 km/klst
Gert með fyrirvara um prentvillur. Askja áskilur sér rétt til breytinga án fyrirvara á verði og búnaði. Vinsamlegast athugið að búnaður á mynd getur verið ólíkur búnaði bílsins.
Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is