Hyundai mun koma með enn minni sportjeppa

Hyundai mun bæta við öðrum litlum sportjeppa í framboðið í Evrópu og tvöfalda framboð sitt í flokki sem stækkar hratt.

Bayon er fyrir neðan Kona, litla sportjeppann og tengist öðrum sportjeppum bílaframleiðandans - stóru sportjeppunum Tucson og Sante Fe og Nexo vetnisbílnum.

image

Hyundai sendi frá sér þessa kynningarmynd af Bayon.

„Með því að setja á markað nýja viðbótargerð í B-flokki (flokki minni bíla) sem byrjunarstærð í jeppalínu okkar, sjáum við frábært tækifæri til að svara enn betur kröfum evrópskra viðskiptavina og auka framboð okkar í mjög vinsælum stærðarflokki“, sagði, Andreas-Christoph Hofmann, stjórnandi markaðssetningar og vöru Hyundai fyrir Evrópu í yfirlýsingu.

Nafnið Bayon var innblásið af borginni Bayonne í suðvestur Frakklandi, sagði Hyundai.

Vaxandi hluti markaðarins

Bayon mun keppa við nýja þáttakandur, þar á meðal Ford Puma og væntanlegum Toyota Yaris Cross í flokki lítilla sportjeppa.

Nýir bílar í þessum hluta, eins og Bayon munu auka fjölda bíla í þessum stærðarflokki í meira en 20 gerðir en voru sex fyrir áratug.

Aukning í sportjeppum og rafbílum

Í kynningu fyrir fjárfesta í þessum mánuði sagðist Hyundai ætla að auka framboð rafknúinna bíla í sportjeppa- og „corosover“ sem og lítilla bíla.

Litli sportjeppinn gæti verið rafknúin rafhlöðuútgáfa af Bayon. Hyundai vildi ekki tjá sig nánar um málið.

Eins og er, selur Hyundai Kona í bensín-, tvinnbíls- og rafhlöðuútgáfum í Evrópu. Hyundai selur einnig Ioniq bílinn með fullri rafdrifinni drifrás, ásamt tengitvinn- og fullri blendingsútgáfu.

(Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is