Staria- nýr fjölnotabíll frá Hyundai

    • Hyundai Motor sýnir fyrstu myndir af STARIA, nýjum „fjölnotabíl“ með sérstæðri og framúrstefnulegri hönnun

SEOUL 11. mars 2021 - Hyundai Motor Company sýndi í dag kynningarmyndir af STARIA, nýjum fjölnotabíl vörumerkisins (MPV). Myndirnar sýna STARIA Premium, hágæða afbrigði af STARIA-bílnum.

image

Nýi „fjölnotabíllinn eða MPV frá Hyundai er búinn framúrstefnulegum vísbendingum um hönnun og nýsköpun í rými sem veitir úrvals upplifun í bílnum.

STARIA endurspeglar skuldbindingu Hyundai um að leiða framtíð hreyfiiðnaðar sem „Smart Mobility Solution Provider“, undir sýn vörumerkisins „Framfarir fyrir mannkynið.“ STARIA er búin ýmsum eiginleikum sem miða að ökumönnum og framúrstefnulegum hönnunarþáttum sem skila nýrri reynslu fyrir ökumenn og farþega sem gera tímann í akstri betri og þess virði.

Fram kemur á heimasíðu Hyundai að STARIA býður upp á áberandi framúrstefnulegt og dularfullt ytra byrði sem líkist geimskipi.

Framhliðin er auðkennd með löngu, láréttu dagljósi og aðalljósum, sem eru staðsett þar fyrir neðan. „Geimskipið“ er undirstrikað enn betur með stórum gluggum og línum þar fyrir neðan og undirstrikar þannig plássið inni í bílnum.

image

„STARIA er nýja lína fjölnotabíla hjá Hyundai sem opnar á nýja hreyfigetu,“ sagði SangYup Lee, aðalforstjóri og yfirmaður alþjóðlegrar hönnunar Hyundai. „STARIA mun bjóða upp á alveg nýja upplifun og gildi fyrir viðskiptavini með áður óþekktum hönnunaraðgerðum.“

image
image

Það kemur fram hjá Hyundai að STARIA Premium, sem verður fáanlegur á völdum mörkuðum, færir hreyfanleika á næsta stig, með frábæra eiginleika og einstakan frágang fyrir lúxusútlit og upplifun.

Hyundai Motor mun afhjúpa frekari upplýsingar varðandi hönnunarþætti STARIA og STARIA Premium á næstu vikum.

image

(frétt á heimasíðu Hyundai í S-Kóreu)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is