Mun djarfari VW Amarok á leiðinni?

Hér komin „hug-mynd“ af útliti nýja Volkswagen Amarok pallbílnum. Það verður hins vegar áhugavert að sjá þennan bíl í endanlegri mynd þegar hann verður frumsýndur enda er þetta fyrsti pallbíllinn sem byggður er í gegnum samstarf Ford og VW um sameiginlega nýtingu tækni.

Byggður á grunni Ford Ranger

Nýr Amarok er byggður á sama grunni og Ford Ranger, þeim sem tilehyrir næstu kynslóð þess bíls. Njósnaskot af nýjum Ford pallbíl sem hafa lekið út en skissur af Rangernum eru frekar óljósar ennþá.

image

Þessi hugmynd af nýjum VW Amarok er frá því í fyrra.

Volkswagen hönnun og útlit

Stíll Amarok bílsins verður örugglega allt annar en á Ford Ranger en meðfylgjandi myndir lofa samt góðu. Þessi skissa af Amarok er álitin mikið raunsærri en sú sem VW gaf út í fyrra. Hlutföllinn eru trúverðugri á þessum nýju myndum þó svo að hönnun gæti verið aðeins ýkt. Gróf dekkinn, brettakantar og orange litaður dráttarkrókur er eitthvað sem gefur til kynna að VW sé að koma með torfærutrukk. Engu að síður er þessi teikning af bílnum þannig að hún gæti alveg passað fyrir framleiðsluútgáfu bílsins.

image

Hér er nýjasta teikningin af því hvernig bíllinn kemur til með að líta út.

Nýr Amarok sver sig svo sannarlega inn í núverandi hönnunarlínu VW og takið eftir hvernig LED lýsingin teygir sig yfir húddlínuna – svipað útlit og VW er að keyra á í dag. Við getum fyllilega reiknað með að útlit bílsins verði algjörlega í anda VW enda þó undirvagninn sé frá Ford.

Tímasetning ekki klár

Volkswagen hefur reyndar ekki gefið út dagsetningu á útkomu nýs Amarok og ekki ólíklegt að það verði einhver bið á komu bílsins.

Þó svo að VW noti grunn Ford í byggingu á nýjum Amarok hefur Ford gefið út að þeir muni smíða rafmagnsbíla sína á rafmagnsbílagrunni Volkswagen í fyrrnefndu tæknisamstarfi. Við vitum þó ekki hvenær það samstarf mun hefjast en líklega seinna á árinu eða byrjun þess næsta.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is