Toyota skrásetur vörumerkið „Grand Highlander“

    • Bendir til þess að stærri útgáfa af bílnum sé væntanleg

Við sögðum frá því hér fyrir nokkrum vikum að Toyota á Íslandi fær glæsilega viðbót í vörulínuna núna í janúar 2021 þegar Toyota Highlander verður kynntur í fyrsta sinn í V-Evrópu.

image

Þessi bíll hefur notið mikilla vinsælda víða um heim frá því hann kom fyrst á markað árið 2000, ekki síst í Bandaríkjunum. Highlander er stór sportjeppi með góða aksturseiginleika og mikið innanrými.

Er stærri útgáfa á leiðinni?

Það lítur út fyrir að Toyota sé að búa sig undir að kynna stærri útgáfu af Highlander, þar sem fyrirtækið skrásetti nýlega vörumerkið „Grand Highlander“ eða nýtt nafn í Bandaríkjunum og Kanada.

Notandi á vefsíðunni GR86.org uppgötvaði þessa nýju skráningu. Toyota hefur enn ekki tilkynnt um smáatriði um Grand Highlander en líklega er það stærri Highlander með meira pláss fyrir farþega í þriðju sætaröð og stærra farmrými en venjulegur Highlander.

Sa,kvæmt umsögnum á erlendum bílavefsíðum er stærri Grand Highlander af hinu góða, þar sem venjulegur Highlander þarf örugglega meira pláss í þriðju röðinni. Það hefur aðeins 703 mm fótarými í þriðju röð, en einn helsti keppinautur hans á Bandaríkjamarkaði, Honda Pilot, hefur 810 mm. Highlander hefur einnig aðeins 453 lítra af farmrými þegar þriðja röðin er uppi borið saman við 523 lítra í Pilot.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is