Fiat stingur í samband

Fiat hefur í gegnum tíðina smíðað marga ansi skemmtilega bíla. Ummæli Oliver Francois, forstjóra Fiat hafa birst í nokkrum evrópskum miðlum en hann sagði Fiat myndi aðeins verða boðinn sem rafmagnsbíll í framtíðinni.

image

Fiat 124 Spider.

Einungis rafmagn í framtíðinni

Þetta er ansi stór yfirlýsing varðandi rafbílavæðingu framleiðslunnar. Áður höfðu Stellantis menn sagt að stefnan hjá fyrirtækinu væri að 70% af sölu í Evrópu yrðu rafdrifin og 35% af sölunni í Bandaríkjunum yrði það líka fyrir árið 2030.

Að Fiat verði aðeins framleiddur sem 100% rafmagnsbíll myndi hjálpa þeim við að ná þessu markmiði.

image

Fiat 500 hefur verið talsvert vinsæll bíll.

„Á árunum 2025-2030 verður vörulínan okkar smám saman aðeins rafdrifin. Þetta verður róttæk breyting fyrir Fiat,“ segir Francois.

Dræm sala vestanhafs

Það er nokkuð erfitt að giska á hvað þetta þýðir fyrir okkur á  Bandaríkjamarkaði, þar sem salan hefur verið ansi dræm. Sá bíll sem er einna helst að seljast þar núna er 500X. Við höfum einnig boðið 500L og 124 Spider á Bandaríkjamarkaði en það eru árgerðir frá 2020 sem ekki verða áfram í framleiðslu.

image

Fiat 500X.

Snaggaralegir smábílar

Við munum bjóða nýjar og framandi útgáfur í framtíðinni. Eina gerðin sem gæti hugsanlega haldið velli í rafvæðingu flotans er Fiat 500X en væntanlega verður það annar, lítill rafmagns jepplingur sem kemur frá Fiat á þessum áratug.

Við vonum að sjálfsögðu að Fiat muni halda velli í framtíðinni sem rafdrifinn á öllum okkar mörkuðum.

Francois kveður rétta tímann til að tilkynna framtíðartóninn ákkúrat núna.

image

Centoventi.

image

Ætlum að vanda okkur

„Ákvörðunin um að kýla á rafdrifinn 500 bíl og aðeins bjóða hann rafdrifinn, var í raun tekin fyrir Covid, segir Francois.

image
image

Framúrstefnulegur Centoventi

Líklega tengist þetta sýn Stallantis í heild sinni á yfirfærslu framleiðslunnar yfir í rafmagn. Litlir sportjepplingar flæða nú yfir Evrópu.

image
image

Búast má við að næsta skref Fiat varðandi nýjan rafbíl verði tengt hugmyndabílnum Centoventi.

Það er túlkun þeirra Fiatmanna á rafdrifinni Pöndu en Fiat segir að drægni þess bíls gæti verið allt að 500 kílómetrar. Að sjálfsögðu er það aðeins hugmynd eins og stendur og hún varð til fyrir samruna Fiat við Stellantis.

image
image

Byggt á grein Autoblog

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is