Nokkuð ber á því, þegar rýnt er í gömul dagblöð, að fólk hafi hlegið að „kjánunum“ sem tóku bifreiðinni fagnandi þegar hún mætti til landsins í upphafi síðustu aldar. Frásagnir blaðanna, sem undirrituð hefur í huga, bera það með sér að ófarir ökumanna (einkum erlendis) hafi þótt skemmtiefni hið mesta.

Nema hvað! Þetta er bílablogg - ekki heimspekiblogg. Áfram með smjörið! „On with the butter“ eins og maðurinn sagði.

Baula og bifreiðarnar

Þetta breyttist fljótt og blaðamenn hættu innan fárra ára að birta frásagnir af umferðaróhöppum í sama dálki og brandarana. Auðvitað snarhættu menn að hafa slíkt í flimtingum um leið og bifreiðar urðu hluti af íslenskum veruleika. Og ekki bara bifreiðar heldur þau óhöpp sem af akstri og tækjum geta hlotist.

image

Auðvitað var margt klaufalegt - og er enn!

Dagblaðið Sunnlendingur var gefið út nokkuð óreglulega á Eyrarbakka snemma á síðustu öld. Í 38. tölublaði frá árinu 1911, sem skoða má hér er saga frá Bandaríkjunum. Hún birtist á sömu síðu og brandarar en umfjöllunarefnið er klaufdýr og klaufalegir bifreiðaeigendur:

Já, hefði baula getað hlegið hefði hún eflaust gert það.

Þá höfðu bílar sjálfstæðan vilja

Ekki leið á löngu þar til þessi tæki fóru að gera mönnum illar glennur hér á landi. Böðluðust eftir stígum, slóðum og vegum, rymjandi og réðust stundum á það sem fyrir varð. Skondið er að sjá hvernig bíllinn var persónugerður og „hann“ gerði hitt og þetta. Ekki ökumaðurinn!

image

Fjölskyldumynd? Neibb! Auðvitað var kjörið að stilla sér upp við „sökudólginn“ sem hefur greinilega hlaupið á saklausan staur.

Hrakfarir verða tíðari

Eðli máls samkvæmt urðu fréttirnar af aksturstengdum skakkaföllum fleiri eftir því sem bílar urðu algengari á Íslandi og annars staðar. Skemmtisögur af óförum ökumanna urðu sjaldgæfari og má segja að menn hafi áttað sig á alvöru málsins; sem og þeirri staðreynd að bílarnir væru komnir til að vera. Ekki bara bóla.

Þó voru bifreiðar nokkuð lengi ábyrgar fyrir því sem miður fór, að minnsta kosti var fjallað um þær lengi vel sem gerendur með sjálfstæðan og jafnvel einbeittan brotavilja.

Úr Morgunblaðinu haustið 1917:

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is