Tucson frá Hyundai er ansi vel heppnaður bíll. Núverandi árgerð státar af framúrskarandi búnaði ásamt fjölmörgum útfærslum í boði. Hér má einmitt lesa um upplifun okkar hjá Bílablogg af Huyndai Tucson 2021. En árgerð 2022 bætir um betur.

image

Örlítið stærri, fleiri aflrásir og þar á meðal blendingur og skarpari línur og síðast en ekki síst hann stóð sig enn betur í öryggisprófunum IIHS. Þar hlaut Hyundai Tucson Top Safety Pick + en árgerð 2021 fékk sömu viðurkenningu en án plússins.  

Viðurkenning þessi nær til allra gerða nýrrar árgerðar Tucson en þar vega framljósin og útfærsla þeirra einna hæst.

image

Í árekstrarprófunum fékk Tucson „topp“ einkunn í hverjum flokki.

Hann fékk einnig hæstu „superior“ einkunn fyrir öryggisbúnað sem á að minnka líkur á árekstri – bæði staðalbúnað og valfrjálsan.

image

Innbyggðu framljósin sem eru sérkenni nýs Tucson fengu einkunnina „mjög góð“. Aðgangur að festingum fyrir barnabílstól fékk einnig einkunnina „ásættanlegt“.

Byggt á grein Autoblog.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is