Í gær birti Euro NCAP fyrstu niðurstöður sínar á árinu 2022 með öryggiseinkunn sjö ökutækja. Volkswagen Polo og Taigo krossoverinn fá báðir fimm stjörnur.

Allt er þetta gert með framtíðaröryggi ökutækja og notenda þeirra í huga.

Bílaframleiðendur geta því áfram treyst á að viðurkenning á borð við fimm stjörnur í Euro NCAP prófunum auki sölumöguleika bíla þeirra.

Fyrir vikið rann Polo-inn ljúflega í gegnum prófið og fékk skráðar fimm stjörnur.

image
image

Lexus NX er fáanlegur sem hefðbundinn Plug-in-hybrid og deilir sama undirvagni og RAV4. Þó að Lexus-inn hafi staðið sig vel í prófunum og skorað nægilega mörg stig til að fá fimm stjörnur skráðar, veittu verkfræðingar Lexus ekki nægilegar tæknilegar upplýsingar um bílinn sem venjulega er deilt með Euro NCAP, eitthvað sem telst afar óvenjulegt þegar Toyota samsteypan á í hlut.

image

Megane E-Tech er nýja stjarna Renault; hreinn rafbíll sem á að endurheimta hlutdeild Renault á markaðnum fyrir meðalstóra fjölskyldubíla.

Með alveg nýrri grind, útliti og endurbættum öryggiskerfum eins og háþróaða akstursaðstoðarkerfinu AEB slær þessi Renault í gegn hvað varðar bíla sem eru ekki bara fallegir heldur öruggir líka. Fimm stjörnu bíll hjá Euro NCAP.

image

Prófanir á BMW 2 Coupé sýndu að bíllinn býður upp á góða árekstrarvörn og viðunandi öryggisbúnað varðandi gangandi vegfarendur.

image

Afmælisárið hjá Euro NCAP byrjar með prófunum á nokkrum eðalbílum eins og minnst var á hér að ofan.

Euro NCAP telur að næsti áratugur muni hafa í för með sér miklar áskoranir og meðal þeirra breytinga sem vænta má er eitt og annað sem hefur með sjálfkeyrslubúnað að gera sem og annað sem honum tengist.

Euro NCAP hefur einnig birt einkunnir fyrir VW ID.5 sem fékk fimm stjörnur líkt og forveri hans ID.4 í fyrra ásamt Ford Tourneo, tvíburabróður fimm stjörnu VW Caddy.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is