Lokaáfangi í vali á heimsbíl ársins 2020

Þrír bílar efstir – þar á meðal tveir frá Mazda

-tilkynnt verður um vinningshafana í apríl.

Jaguar I-Pace var útnefndur heimsbíll ársins árið 2019 og tilkynnt verður um arftaka hans fyrir árið 2020 í apríl. Skipuleggjendur keppninnar í ár hafa nýlega tilkynnt þrjá efstu keppendurna í hverjum fimm flokkum.

image

Ef við byrjum á aðalflokknum, „heimsbíl ársins“ eða „World Car of the Year“, hefur dómnefnd 86 alþjóðlegra bílablaðamanna tilnefnt Mazda3 og Mazda CX-30, ásamt Kia Telluride. Tveir þeirra eru þekktir hér á landi en Kia Telluride er vinsæll bíll á Bandaríkjamarkaði. Sportbílaflokkurinn inniheldur Porsche 718 Spyder / Cayman GT4, Porsche 911, og Porsche Taycan. Í flokknum borgarbílar eru það Kia Soul EV, Mini Electric og Volkswagen T-Cross, og í flokki lúxusbíla eru það Mercedes Benz EQC, Porsche 911 og Porsche Taycan.

image
image
image

Hér að neðan er listi yfir alla lokahópana í öllum flokkum.

Heimsbíll ársins

- Kia Telluride

Borgarbílar

- Kia Soul EV

Lúxusbílar

- Mercedes Benz EQC

Sportbílar

- Porsche 718 Spyder / Cayman GT4

Bílahönnun ársins

- Mazda3

Tilkynnt verður um sigurvegarana í öllum flokkum á sérstökum blaðamannafundi sem áætlaður er 8. apríl á bílasýningunni í New York.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is