Nýr rafmagns Rolls-Royce nálgast

Rolls-Royce hefur ítrekað ætlun sína að koma með rafdrifinn lúxusbíl á markað í lok áratugarins

Það styttist í að Rolls-Royce kynni langþráð rafknúið ökutæki en forstjórinn Torsten Muller-Otvos lofar að rafbíllinn komi á þessum áratug. Þetta er á meðal þess er fram kom í tilkynningu framleiðandans sl. mánudag.

image

Rolls-Royce 102EX, einnig þekktur sem Phantom Experimental Electric (EE), er einhliða rafmögnuð útgáfa í frumgerð af Rolls-Royce Phantom VII. Bíllinn var búinn til af Rolls-Royce til að meta viðbrögð viðskiptavina og annarra hagsmunaaðila við rafmagns Rolls-Royce. 102EX var afhjúpaður á bílasýningunni í Genf 2011. Mynd: Rolls-Royce.

Rætt um rafmagns Rolls-Royce fyrir 120 árum

Í fyrrnefndri tilkynningu vísar Torsten Muller-Otvos til „nýrrar rafmagnsframtíðar hjá Rolls-Royce“ og segir: „Í apríl 1900 kom stofnandinn og forfaðirinn, Charles Rolls, með spádóm um rafvæðingu bifreiða.

Núna erum við búin að hraðspóla í yfir 120 ár, til þess þegar þegar ég lofaði opinberlega að við myndum koma með fyrsta hreina rafmagns Rolls-Royce á markaðinn, á yfirstandandi áratug.

Komnir af stað

„Og núna byrjar fyrirtækið okkar á sögulegu verkefni; að búa til fyrsta ofurlúxusbíl sinnar tegundar. Þetta mun gerast fyrr en margir töldu mögulegt, með ótrúlegri færni, sérþekkingu, framtíðarsýn og hollustu verkfræðinga okkar, hönnuða og sérfræðinga.“

Hafa verið að gera tilraunir með rafbíla

Rolls-Royce hefur áður gert tilraunir með fulla rafvæðingu á eigin ökutækjum: Fyrir meira en áratug síðan setti fyrirtækið á markað rafknúna hugmynd sem kallast 102EX á bílasýningunni í Genf. Sagt er að bílinn hafi verið sýndur við ýmis tilefni en Rolls-Royce hefur alltaf haldið því fram að bíllinn hafi aldrei verið ætlaður til framleiðslu.

(frétt á Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is