VW og Renault meðal bílaframleiðenda sem ætla að mæta á sýninguna 2022

Stellantis, Ford og GM munu ekki mæta

COVID-19 heimsfaraldurinn skapaði martröð fyrir skipuleggjendur hefðbundinna bílasýninga þar sem bílafyrirtæki fóru að frumsýna vörur sínar í gegnum streymi á netinu. Samtök bílaiðnararins í Þýskalandi (VDA) endurnefndu sýningu sína IAA Mobility og var hún var haldin í München í september sl. Á sýningarsvæðunum var meginhugmyndin að sýna fjölbreyttan flutningsmáta; frá bílum til reiðhjóla og fljúgandi leigubíla.

image

Bílasýningunni í Genf var aflýst árið 2020 vegna faraldursins.

image

Sandro Mesquita, forstjóri alþjóðlegu bílasýningarinnar í Genf.

Hvað verður á sýningunni í Genf í febrúar?

Við verðum með góða blöndu af stórum bílaframleiðendum, ofurbílum og ofurbílaframleiðendum, auk þess sem nokkur ný vörumerki koma frá rafmagnsheiminum sem leggja til nýjar lausnir fyrir hreyfanleika í þéttbýli. Við höfum alls 60 sýnendur,“ sagði Mesquita.

Ef við berum það saman við 2019 eða 2020 er þetta ekki á sama stigi, en efnahagsástandið er líka öðruvísi og því megum við sátt við una.

Hverjir verða sérstakir gestir á sýningunni?

Við munum vera með mjög góða fulltrúa frá Volkswagen Group, sem meira og minna koma með öllum vörumerkjum sínum. Við verðum ekki með Lamborghini eða Bentley, en annars verða önnur vörumerki til staðar. Renault verður með en við bíðum enn eftir Mercedes-Benz-þeir hafa mikinn áhuga, en Stellantis mætir ekki. BMW mun ekki ganga til liðs við okkur, eins og þeir sögðu okkur snemma á þessu ári að þeir lögðu áherslu á IAA, og fyrir árið 2022 hafa þeir aðrar áætlanir, en dyrnar eru ekki lokaðar fyrir 2023.

Frá Bandaríkjunum höfum við Fisker Automotive og Singer, rafmagns ofurbíll, en Ford og GM koma ekki.

Hvernig verður sýningin frábrugðin fyrri viðburðum?

Stóra breytingin er stafræn umbreyting á GIMS: Öllum blaðamannafundum verður útvarpað á stafrænan vettvang, þannig að blaðamenn, ef þeir geta ekki komið, munu geta fylgst með blaðamannafundum.

Við munum ræða það sem er að gerast í eins konar GIMS sjónvarpi.

Við munum einnig hafa rými sem kallast „The Gateway“, þar sem við munum skipuleggja ráðstefnur, rökræður, fyrirlestra um framtíðaráskoranir bílaiðnaðarins, sem einnig verður útvarpað á stafrænum vettvangi okkar. Þetta verður allt gert með það að markmiði að auka aðgengi og áhrif fyrir sýnendur, sem og fyrir gestina. Við verðum einnig með 300 metra hringlaga reynsluakstursbraut innanhúss þar sem almenningur getur prófað að keyra rafknúin ökutæki.

Hvernig ætlar GIMS að aðgreina sig frá öðrum bíla- og hreyfanleikasýningum?

Aðalmunurinn er sá að við ákváðum að fara ekki í átt að almennri hreyfingu [flutningsmáta]. Við viljum halda bílnum í brennidepli en við viljum líka samþætta alla þætti sem eru hluti af þeim breytingum sem iðnaðurinn er að ganga í gegnum. Munurinn á GIMS og hinum sýningunum er sú staðreynd að við höfum staðfest að við höldum bílasýningu. Þetta snýst um að vera trúr okkar arfleifð.

Hvað þýðir það fyrir hjól eða önnur ökutækja?

Þau verða ekki hluti af sýningunni.

Hvað þarf bílasýning að bjóða árið 2022 til að hitta í mark?

Við lifum nýjan veruleika. Fyrir okkur var mjög mikilvægt að hafa á hreinu hvað við erum og hvað ekki. Það er mikil umræða um hvort það eigi að vera á staðnum eða fyrir framan skjá. Ég trúi því að vörumerkin og almenningur séu tilbúin að fara aftur á staði þar sem hægt er að sjá, finna fyrir og snerta bíla. En við þurfum að takast á við áskorunina um að vera aðgengileg ef fólk getur ekki ferðast og þess vegna þróuðum við öll þessi stafrænu tæki.

Ég trúi enn á líkamlega upplifun og þess vegna vildum við setja brautina á sinn stað.

Það mun hjálpa vörumerkjunum að útskýra allar þessar breytingar í greininni, frá tækni sjálfstæðs aksturs til rafvæðingar.

Hvers vegna ættu bílaframleiðendur enn að taka þátt í bílasýningum?

Það er tækifæri fyrir vörumerki til að kynna ekki aðeins nýjar gerðir og tækni, heldur að koma sjónarmiðum sínum á framfæri, eitthvað sem ég tel vera mjög mikilvægt. Í dag hafa bílaframleiðendur misst forystuhlutverkið á dagskránni og stjórnmálamennirnir knýja fram umræðuna. Jafnvel þó að við séum öll sammála endanlegum sjálfbærnimarkmiðum gætum við haft aðra leið til að komast þangað. Sýningin er tækifæri fyrir bílaframleiðendur til að útskýra sín sjónarmið og deila með almenningi og stjórnmálamönnum.

GIMS hefur verið í samstarfi við Katar vegna útgáfu viðburðarins fyrir Mið-Austurlönd. Hvernig mun Genf hafa áhrif á sýninguna í Katar sem fyrirhuguð er árið 2023?

Við viljum vera alþjóðleg bílasýning, ekki aðeins fyrir Katar, heldur fyrir svæðið, og það verður m.a. gert með miðlægri sýningu í Doha. Við munum einnig nota Moto GP akstursbrautina fyrir reynsluakstur og alla innviði kappakstursfélagsins í Katar í Doha. Það verður mjög frábrugðið því sem við þekkjum í Genf. Hugmyndin er að koma með sýningu sem er skynsamleg fyrir hagsmunaaðila á staðnum og vörumerkin og þróa hana á alþjóðavettvangi.

(Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is