Hvað ætli þessi litli (stækkanlegi) snattari myndi endast lengi í íslenska rokinu? Kannski einhverjar mínútur. Þetta er danskt farartæki svo það er eins gott að fara varlega í að gera grín en iEV Z er sex sinnum minni en hefðbundinn fólksbíll.

image

78 sentimetra breiður er hann og í myrkri getur hann breyst í diskótek fyrir einn. Ef maður hugsar það þannig út frá neonljósunum og setur í diskó-samhengi.

image

Samt er þetta ekki bíll. Á vefsíðu framleiðandans segja þeir að iEV Z sé hvorki reiðhjól né bíll heldur „snjallfarartæki“. Ojæja, þeir setja nú líka sultu á ísinn sinn blessaðir. 

image

Þetta svarta til vinstri er ekki ruslastampur heldur iEV Z í feluleik.

En hvað um það! iEV Z er kynntur í myndbandinu og hann má panta nú þegar á síðu fyrtækisins iEVmotors.com. Snjallsnattarinn kostar frá 5.850 evrum eða 832.000 krónum.  Hann kemst 100 kílómetra á hleðslunni og hámarkshraðinn er 45 km/klst. 

Önnur spes farartæki: 

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is