Einnig er von á „GT Performance Package“ sem gerir California Special útgáfu bílsins m.a. skemmtilegri í akstri

Ford auðveldar unnendum Mustang að sérsníða bílinn beint frá verksmiðjunni með því að setja á markað útlitspakka sem heitir Stealth Edition, fyrir árið 2022.

2022 Ford Mustang Stealth Edition

Stealth Edition pakkinn (sýndur á myndinni að ofan og nokkrum til viðbótar fyrir neðan) er í boði fyrir 310 hestafla EcoBoost Premium gerðina, sem kemur þá á svartmáluðum 19 tommu felgum, með svörtum merkjum, spegilhúsum og vindskeið á skottlokinu.

Það eru engar vélrænar breytingar, þannig að hver Stealth-útgáfa verður með 2,3 lítra túrbó, fjögurra strokka vél.

image
image
image
image

2022 Ford Mustang Stealth Edition.

2022 Ford Mustang California Special með GT Performance Package

Ford bætti nýlega „Performance Package“ við California Special eins og áður segir, en áður fékkst sá pakki aðeins fyrir staðalgerð V8-knúna GT bílsins (sbr. myndirnar hér að neðan).

image
image
image
image
image
image

Mustang California Special með GT Performance Package.

Fyrst um sinn aðeins í Bandaríkjunum

Ford sölumenn víðsvegar um Bandaríkin byrja að taka við pöntunum á Stealth Edition og GT Performance pakkanum fyrir California Special síðar á árinu 2021 og áætlað er að afhendingar hefjist á fyrsta ársfjórðungi 2022. Verð hefur ekki verið gefið upp.

(frétt á Autoblog)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is