Já, það er auðvitað ekki eitthvert grill sem kemur á markað heldur nýr bíll og það enginn smáræðis bíll. Lexus kynnir endurhannað flaggskip: Lexus LX. Hann er býsna ólíkur þeim LX sem áður var en fyrst var bíll með því heiti kynntur árið 1996.

image

Þetta virðist stór jeppill (það er best að kalla það jeppil til að móðga engan) sem kynntur var í gær, 13. október í Moskvu, og hann er léttari en forveri hans. Heilum 200 kílóum léttari!

Hann er með 3.5 lítra twin-túrbó bensínvél, er 415 hestöfl og kemur á markað á næsta ári.

image

Auðvitað er hægt að segja rosalega margt um hann en í þetta skiptið fá myndir og myndbönd að tala sínu máli hvað útlit varðar. Ástæða: Það vekur athygli og þetta grill maður! Já, það fangar sannarlega athyglina.

image

Í gær spunnust víða á Twitter umræður um grillið og sitt sýnist hverjum. Samanburður við nýtt grill BMW kom upp víða og svo voru margir á því að þetta væri ekki „grill á bíl“ heldur „bíll á grilli“.

image

Gaman væri að vita hvað lesendum Bílabloggs finnst um grillið. Þeir sem vilja tjá sig um málið geta til dæmis gert það á Facebooksíðu Bílabloggs sem er einmitt hér.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is