Land Rover kynnir nýjan Defender og nýja „limited edition“ útgáfu Discovery

Ný afbrigði Land Rover Defender „Hard Top“

Bæði Discovery og Defender-jepparnir frá Land Rover flokkast örugglega í hugum margra sem vel búnir jeppar, nánast „lúxusjeppar“ – en það er greinilega enn hægt að gera gott betra!

image

Land Rover Discovery „Metropolitan Edition“

Nýi Land Rover Discovery „Metropolitan Edition“ er verðlagður á heimamarkaði frá 73.250 pundum (um 12,9 milljónir króna) og hann kemur með nokkra sérstæða eiginleika í útliti og góðan búnað.

Bíllinn er byggður á „R-Dynamic HSE“-forskrift fyrirtækisins, en fær nýjar 22 tommu demantsskornar álfelgur, nýjar silfurlitar innfellur í stuðarana, skyggðar rúður og „panorama“-glerþak sem hægt er að opna.

image

Kaupendur bílanna fá einnig mikið af aukatækni, þar á meðal sprettiskjá í sjónlínu ökumanns með upplýsingum, hita í stýrishjól, þráðlausa snjallsímahleðslu, fjögurra svæða miðstöð/loftkælingu og kælibox í innanrýminu, en títan áherslur eru á mælaborðinu.

image

Land Rover hefur ekki vanrækt restina af Discovery framboðinu, þar sem „R-Dynamic-gerðin“ er nú staðalbúin með svörtu gljáandi þaki.

Discovery Commercial bíllinn, sem sameinar notkun bílsins í atvinnuskyni hefur líka fengið snögga uppfærslu með nýju R-Dynamic-útliti.

Bíllinn fær sömu sportlegu útlits- og hönnunarbreytingar og staðalgerð jeppans ásamt vali á álfelgum á bilinu 20 til 22 tommur. Að innan eru sportfótstig úr málmi, álklæðningar og skiptiflipar í stýri.

image

Defender með fleiri valkostum og nýrri tækni

2023 árgerðin af Defender sem væntaleg er árið 2022 kemur með stærri lista yfir valkosti og nýja tækni.

3,0 lítra túrbó-einingin framleiðir 247 hestöfl og 600 Nm tog.

Verðið á nýju vélinni og búnaðarstigið er frá 48.390 pundum (um 8,6 milljónir), þó að kaupendur geti valið um að eyða 55.830 pundum (liðlega 9,8 milljónum króna) og uppfæra í bílinn í SE-útfærslu sem er miðar frekar að því að fytja farþega.

(frétt á Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is