Ekki gerir maður ráð fyrir að allir hafi áhuga á ljósmyndun en flestum þykir þó gaman að skoða gamlar myndir. Svo ekki sé nú talað um ef á þeim eru bílar! Hér eru myndir frá Bandaríkjunum. Myndirnar eru teknar á sjöunda og áttunda áratugnum og það við bílalúgur Fotomat!

image

Það þarf kannski enga sérfræðinga til að skýra af hverju lúguframköllunarstöðvarnar liðu undir lok; rétt eins og vídeóleigan og kassettutækið. En ég rakst á myndband um ris og fall Fotomat og þar mátti sjá fjölmörgum áhugaverðum bílum bregða fyrir. Bílalúgur hafa lengi verið vinsælar í Bandaríkjunum og þótti það býsna snjallt þegar lúguframköllunin Fotomat opnaði fyrsta útibúið árið 1965. Það var í Point Loma í Kaliforníu.

image

Lúguframköllunarstöðvar Fotomat mátti finna víðsvegar um Bandaríkin og voru „kofarnir“ með lúgunum 4000 talsins þegar mest var!

image
image

Myndirnar sem hér má sjá eru fengnar úr meðfylgjandi myndbandi (hér fyrir neðan). Myndbandið er alveg hrikalega langt en áhugasamir gætu viljað líta á það.

image
image
image
image
image
image

Fotomat átti einn keppinaut sem fjallað er um í myndbandinu og var það Fox Photo. Einhverjir hljóta að kannast við senuna úr kvikmyndinni Back to the Future þar sem VW rúgbrauð brunar í gegnum Fox Photo kofann.

image
image
image

Fleira lúgutengt: 

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is