Nýr Subaru Solterra STI concept forsýnir sportlegan rafmagnsjeppa

    • Öflug STI útgáfa af Subaru Solterra rafbílnum hefur verið sýnd í hugmyndaformi á bílasýningunni í Tókýó, sem gefur til kynna hugsanlega framleiðsluútgáfu

Subaru hefur afhjúpað Solterra STI hugmyndabílinn á bílasýningunni í Tókýó í ár – Tokyo Auto Salon, sem er kynning á því sem gæti verið framleiðsluútgáfa af sportlegum rafknúnum crossover. STI útgáfan fær áberandi breytingu í útliti, þó að Subaru hafi ekki gefið neitt út um afl o.þ.h. fyrir þennan rafdrifna hugmyndabíl.

Framstuðarinn kemur frá núverandi bíl, með hyrnda framendanum og svartri hjólskálaklæðningu úr plasti sem nær að aðalljósunum.

image

STI útgáfan fær áberandi vindkljúfa að framan með kirsuberjarauðu yfirbragði fyrir sportlegra útlit, en felgurnar eru sameiginlegar með öðrum Solterra gerðum, fyrir utan einstaka gljáandi svarta áferð með rauðum áherslum. STI er hins vegar með sportlegum Dunlop Sport Maxx dekkjum, sem vísa til aukinna afkasta bílsins.

Rauðu áherslurnar halda áfram í útvíkkuðum hliðarsílsum bílsins, sem eru með loftuggum fyrir framan afturhjólin.

Eins og með hefðbundna Solterra, þá fær STI hugmyndabíllinn gljásvarta hliðarspegla og svart þak sem sýnilega lækkar þaklínu bílsins.

image

Í sönnu STI útliti hefur Subaru búið sportlegasta Solterra stórum afturvæng sem er með rauðum STI lógóum á endaplötunum.

Afturstuðarinn er eins og á öðrum Solterra-bílum, þó að litlum framlengingum fyrir loftflæði hafi verið bætt við á bak við afturhjólin.

Subaru hefur ekki gefið út neinar myndir innan úr bílnum, en við myndum búast við stífara sportstýri, stuðningssætum og frekari rauðum smærri áherslum í farþegarýminu. Sérstök mælaborðshönnun Solterra, með stórum upplýsinga- og afþreyingarsnertiskjá og háu stafrænu mælaborði, verður áfram ef STI kemst í framleiðslu.

image

Undir yfirborðinu deilir Solterra e-TNGA undirvagninum með Toyota bZ4X. Eins og staðan er núna, er öflugasta gerðin með 215 hestafla tvöfaldan mótor og ef verkefnið fær grænt ljós má gera ráð fyrir afköstum nær 300 hestum. STI gerðin verður einnig fjórhjóladrifin.

(frétt á Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is