Tesla Cybertruck mun bara alls ekkert virka neitt spes í samanburði við bílinn Thundertruck, verði sá síðarnefndi að veruleika. Sexhjóla, 940 hestöfl og með drægni yfir 1000 kílómetra. Er það ekki eitthvað?

image

Hugmyndin er komin frá hönnuðum í Los Angeles sem ákváðu í útgöngubanninu 2021 að hanna ofurtrukk. Raftrukk. Í stað þess að púsla eða baka brauð, eins og sagt er á síðunni þeirra.

Ekki fyrir afa og ömmu

Bíllinn, sem mögulega verður að raunveruleika, ætti að ná frá 0 upp í 100 á innan við 3.5 sekúndum í sexhjólaútfærslunni. 4x4 útgáfa er auðvitað grunnurinn en 6x6 er alltaf spennandi umfjölllunarefni.

image

Myndir/Thundertruck

Eftir að hafa skoðað myndir af bílnum sér maður nú ekki endilega fyrir sér gamlar konur og karla brölta upp í þennan bíl en á síðu Thundertruck kemur fram að bíllinn sé ekki fyrir hvern sem er.

image

Aðalhugmyndin er fólgin í því að hægt sé að breyta bílnum hægri vinstri, upp og ofar. Þetta minnir dálítið á Lego-bílatæknipakkana þar sem það er „þrennt í einum“. En það er nokkuð til í því að verði þessi bíll framleiddur þá mun Cybertruck bara verða nokkuð hversdagslegur í samanburði.

Hér er stutt myndband þar sem umbreytingarnar koma ágætlega í ljós.

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is