Fjórir sentímetrar, 34 milljónir, nokkur ár og slatti af varahlutabílum hafa bæst við bílinn sem árið 1986 varð lengst bíll heims. Þannig hefur hann slegið fyrra met og komst í dag öðru sinni í heimsmetabók Guinness.

image

Hann er alls staðar! Reyndar má raða 12 Smart Fortwo bílum langsum og þá ná þeir næstum því lengd þessa bíls. Skjáskot/YouTube

image

Svona leit hann út þegar bjartsýnn maður keypti bílinn fyrir nokkrum árum.

Reyndar hafði ég litla trú á að hægt væri að koma bílnum í stand miðað við útlitið á honum þegar einhver kypti bílflakið fyrir nokkrum árum. En þetta tókst og vel það!

image

Gufubað, mini-golfvöllur, þyrlupallur, heitur pottur og fleira og fleira eru í þessum laaaaaanga bíl. Mynd/Guinness World REcords

Þetta myndband segir allt sem segja þarf um hvernig tókst til og hér neðst er hlekkur á greinina um sögu bílsins. Bílsins sem nú er 30.54 metra langur og rúmar 75 manns.

Önnur grein um „Ameríska drauminn“:

Um fleiri undarlega bíla:

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is