„Nýi Defender er gulleggið hjá Land Rover“

Steve Fowler, aðalritstjóri Auto Express, telur að nýi Land Rover Defender sé glæsilegt dæmi um breska verkfræði.

Það lítur út fyrir að Jaguar Land Rover hafi hitt naglann á höfuðið í fyllstu merkingu þessa orðtaks, ef marka má viðbrögð á flestum helstu bílavefsíðum síðustu daga.

Við efumst ekki um að nýjasta útgáfan, þriggja raða Defender 130, mun einnig ná árangri í sölu.

Þó ég verði að viðurkenna að mér var brugðið þegar samstarfsmaður sagði mér að hann væri 100 mm lengri en Range Rover með langt hjólhaf, getur kostað vel yfir 100.000 pund og vegur 2,5 tonn. Þetta er mikill bíll hvað varðar stærð og fjárhagsleg áhrif.

Okkur var alltaf sagt að það yrði Defender-fjölskylda og það eru enn fleiri afkvæmi á leiðinni.

Sérstök ökutækjadeild JLR hefur ekki komið með sinn Defender enn, svo búist er við „sportlegum“ SVR og öfgafullum torfæru SVX útgáfum.

Þú átt í erfiðleikum með að finna notaðan fyrir minna en hann kostaði nýr. Það eina sorglega við velgengni Defender? Man einhver eftir Discovery? Nei, ég ekki heldur.“

Svo mörg voru þessi orð Steve Fowler, og núna verðum við hér hjá Bílabloggi bara að bíða eftir nánari kynnum af þessum nýjasta Land Rover Defender 130.

image
Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is