DeLorean Motor Company opinberar dagsetningu og flotta mynd af rafbíl með vængjahurðum

Það muna flestir bílaáhugamenn efir DeLorean bílnum frá DeLorean Motor Company (DMC).

En til nútímans

„Bensín? Þangað sem við erum að fara þurfum við ekki bensín“ -segja þeir hjá DeLorean nútímans. DeLorean Motor Company, skammlífi bílaframleiðandinn á níunda áratugnum á bak við DMC DeLorean sportbílinn sem varð að poppmenningu með „Back to the Future“ kvikmyndunum, snýr aftur með rafbíl. DeLorean EV hugmyndin hefur nýlega verið kynnt með sérstæðri kynningarmynd.

Fyrr á þessu ári kom upp ný DMC-vefsíða sem sýndi skuggamynd af þessum allt of kunnuglegu mávavænghurðum ... en ekki mikið annað.

Með endurhönnuðu lógói og nýju slagorði, „Framtíðinni var aldrei lofað“, virðist DeLorean hafa komið aftur upp úr gleymskunni og mun endurfæðast sem rafbílavörumerki.

image

DeLorean rafbíllinn – Kynningarmynd af DeLorean, skuggamynd af vefsíðu DeLorean. Mynd: DMC

Verður frumsýndur síðsumars

Hinn nýi rafbíll DeLorean verður frumsýndur 18. ágúst á Pebble Beach

    • Við skulum skýra hlutina aðeins. Næsta kynslóð DeLorean kemur í ljós 18. ágúst 2022. — DeLorean Motor Company (@deloreanmotorco) 4. apríl 2022

Til viðbótar segir electrec-vefurinn okkur að þessi nýi rafbíll verði frumsýndur 18. ágúst, á verðlaunapalli Concours d'Elegance á Pebble Beach. Að auki verður DeLorean EV til sýnis á Concept Lawn á Pebble Beach þann 21. ágúst, eins og upphaflega var áætlað. Eða eins og Troy Beetz, CMO hjá DMC segir:

    • Spennan eykst [...] og við afhjúpum frumgerð næstu kynslóðar þremur dögum fyrr en áætlað var, á sviðinu á Pebble Beach.

DeLorean útskýrði ekki hvers vegna frumsýningin yrði fyrr og hvers vegna hún verður á verðlaunapallinum, en að fá að sjá þessa rafbíla frumgerð þremur dögum fyrr eru engu að síður kærkomnar fréttir. DeLorean Motor Company lýsti því einnig yfir að það muni greina frá nafni rafbílsins á frumsýningunni.

(fréttir á vef electrec og vefsíðu DeLorean)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is