Síðasti evrópski Ford Mondeo rúllar af færibandinu í Valencia

Saga vinsæls fjölskyldubíls lýkur hér með þegar síðustu bílarnir marka lok framleiðslu Mondeo fyrir Evrópu

Ford Mondeo eins og við þekkjum hann er ekki lengur til þar sem Ford hefur staðfest að nú sé framleiðslu hætt á bílnum í Evrópu.

image

Síðasti Mondeo-bíllinn á færibandinu í Valencia.

Á síðasta ári var staðfest að Ford Mondeo fólksbíllinn yrði tekinn úr framleiðslu í áföngum í mars 2022, þar sem Ford nefndi breytta eftirspurn viðskiptavina sem ástæðu þess að hætta í tíma með þennan fjölskyldubíl.

Blaðafulltrúi fyrirtækisins í Bretlandi staðfesti að síðustu bílar fjórðu kynslóðar bílsins hafi verið fullgerðir 30. mars 2022.

image

Nafnið er að minnsta kosti komið aftur, en ekki fyrir ökutæki sem við fáum í Evrópu. Nýja fimmta kynslóð Mondeo er hannaður í hönnunarmiðstöð Ford í Kína í Shanghai sérstaklega fyrir kínverska markaðinn, þar sem bílar af þessari gerð eru enn í mikilli eftirspurn. Gert er ráð fyrir að hann verði smíðaður af Changan Ford samhliða Evos jeppanum.

Meira en fimm milljónir Mondeo-bíla seldust í Evrópu

Frá því að Ford Mondeo kom á markað árið 1993 sem „heimsbíll“ hefur Ford selt yfir fimm milljónir Mondeo í Evrópu.

image

Ford Mondeo 1993.

Það endurspeglar víðtækari þróun í iðnaði þar sem kaupendur fjölskyldubíla eru að snúa sér að sportjeppum fram yfir hefðbundna stóra hlaðbaka og hefðbundna fólksbíla.

Árið 2020 voru 39 prósent af sölu Ford jeppar og crossover-bílar.

Það er átta prósenta aukning frá 2019 einu saman þrátt fyrir Covid-19 heimsfaraldurinn og 50 prósent kaupenda nýjustu Kuga velja tengiltvinnútgáfuna af meðalstærðar fjölskyldujeppa vörumerkisins.

„Þó að við tjáum okkur ekki um vangaveltur varðandi vöruáætlanir okkar, getum við fullyrt að við höfum engin áform um framtíðar Mondeo í Evrópu .”

Nú er Mondeo-framleiðsla hætt í Valencia og mun fyrirtækið nota auka framleiðslugetuna til að framleiða 2,5 lítra tvinnvélina sem notuð er í gerðum eins og Kuga PHEV, auk venjulegs tvinnbíls Kuga, og tvinnútgáfum af Galaxy og S-Max fjölnotabílunum - sem báðir munu halda áfram í framleiðslu í fyrirsjáanlega framtíð.

Rafhlöðuverksmiðja í Valencia og enurskipulagning í Köln

Einnig, frá því seint á árinu 2022, mun Valencia stækka með aukinni rafhlöðuframleiðslugetu.

Eins og er, er það þar sem vinsælasti nýi bíllinn í Bretlandi - Fiesta - er framleiddur, en frá og með 2023 munu rafknúnir Ford-bílar sem nota MEB-grunn Volkswagen Group koma af framleiðslulínunni.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is