Polestar dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda um 6% á hvern bíl

Polestar hefur gefið út sína aðra árs- og sjálfbærniskýrslu, sem sýnir framfarir í átt að metnaðarfullum loftslagsmarkmiðum. Árið 2021 minnkaði Polestar losun gróðurhúsalofttegunda á hvern seldan bíl um 6%* með áherslu á aukna skilvirkni og notkun endurnýjanlegrar orku.

image

Polestar sýnir fram á að vöxtur fyrirtækja og loftslagsmarkmið eru samrýmanleg, með markmiðum um raunverulega loftslagshlutlausan bíl fyrir árið 2030, að minnka kolefnislosun á hvern seldan bíl um helming á milli 2020 og 2030* og ná loftslagshlutleysi í virðiskeðju sinni fyrir árið 2040.

Thomas Ingenlath, forstjóri Polestar, segir: „Við styðjum við loftlagsstefnu okkar með hverju skrefi sem við tökum. Markmið sem sett eru 10 eða 20 ár fram í tímann gætu virst fjarstæðukennd. En það er einmitt þar sem viðeigandi framsetning skýrslna leikur lykilhlutverk - gerir okkur ábyrg fyrir þeim skrefum sem tekin eru á hverju ári í átt að markmiðunum. Þetta er loftslagsáratugurinn. Breytingar og umbætur verða að gerast alltaf, núna, og við höfum ekki efni á að bíða. Ég er stoltur af því að segja að við minnkuðum losun gróðurhúsalofttegunda á hvern seldan bíl um 6%.“

„Það sem er mælt verður framkvæmt,“ segir Fredrika Klarén, yfirmaður sjálfbærni hjá Polestar. „Skýrslugerð um sjálfbærni er lykillinn að því gagnsæi sem við hlítum hjá Polestar.

image

Með ársskýrslum fylgjumst við með stefnu okkar í átt að metnaðarfullum markmiðum okkar og sýnum að við gerum það sem við segjum.“

image

Polestar var fyrsta bílamerkið til að ganga til liðs við Exponential Roadmap Initiative, vísindaleitt samstarf milli atvinnugreina, sem skuldbindur sig til að minnka losun á heimsvísu um helming fyrir árið 2030. Auk þess hefur Polestar skuldbundið sig til þátttöku í Race to Zero kapphlaupi Sameinuðu þjóðanna.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is