Það má slengja því fram hve margir bílar verða til í heiminum á ári hverju, án þess að það sé sérlega áhugavert. Öllu raunverulegri verður myndin af heildinni þegar hugsað er um bílafjöldann sem verður til í hverjum mánuði, viku eða á degi hverjum.

Í Kína verða árlega til um 26 milljónir ökutækja (til einkanota). Það eru um 28 prósent bílaframleiðslunnar á heimsvísu.

Næst á eftir Kína koma Bandaríkin með tæpar 10 milljónir ökutækja, svo Japan með um 7, Indland með rúmlega 4,4 milljónir og Suður-Kórea með 3,5 milljónir ökutækja.

image

Mynd/Unsplash

Sjáum nú til! Á vefsíðunni Money Shake er eitt og annað að finna. Til dæmis kemur þar fram að á hverri mínútu verða til 19.9 bílar af gerðinni Volkswagen og 19.8 Toyotur. Þriðji framleiðandinn í röðinni er Hyundai með 13.7 bíla á mínútu.  

Á meðan þú varst að lesa…

Það verða til 6.374 fólksbílar að jafnaði á hverri klukkukstund í heiminum. Þar af verða 2.300 til í Kína. Á klukkustund. Alla daga. Alltaf.

image

Hvernig líður tímanum? Ljósmynd/Unsplash

Segjum að þú, lesandi góður, hafir verið mínútu að lesa það sem hér hefur komið fram, þá urðu 106 bílar til á þeirri mínútu. Það er frekar sturluð staðreynd! Ekki satt?

Upplýsingar sem þessar má finna á vef LeasingOptions.co.uk:

image

Hér eru tölur yfir framleiðslu en einnig má á síðunni finna sölutölur o.fl. á sama formi. Skjáskot/LeasingOptions

Eitthvað sem skoða má í þessu samhengi: 

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is