Rafmagnaður Twingo er á leiðinni

Það átti að kynna nýjan rafmagns Twingo frá Renault á bílasýningunni í Genf. Það gerðist ekki. Nú er hann á leiðinni aftur, fyrst í sérstöku, takmörkuðu magni, að því að bílavefurinn BilNorge segir okkur.

image

Framleiðandinn hefur ekki einu sinni sagt okkur enn frá verðinu á þessum nýja rafmagnaða „mini“.

image

Núna segja þeir hins vegar að allt verði tilbúið til nýrrar frumsýningar í september og til að halda nokkrum áhuga þangað til að það gerist þá hafa þeir nú sagt frá sérstakri útgáfu sem mun fagna því að nú er Twingo Electric loksins á leiðinni.

Twingo Vibes

Þessi sérstaka útgáfa mun heita Twingo Vibes og býður upp á ýmislegt fyrir utan staðalgerðina. Annar litur að utan en sá sem er í venjulegu framboðinu, felgur sem eru svolítið flottari og nokkra hluti í innanrýminu sem gera bílinn sérstakan.

image

„Vibes“ þemað er sýnilegt bæði að utan og innan með röndum og merkjum þar sem samsíða línur hafa mismunandi breidd og skapa þannig áhrifin.

Ekki er mikið vitað um þennan nýja Twingo Electric – eða rafbílinn. Bíllinn er ekki síður áhugaverður þegar nýja útgáfan kemur einnig með brunavélum aðeins síðar.

image

Samkvæmt BilNorge þá er það ekki bara verðið sem verksmiðjan heldur fyrir sig. Það hefur ekkert heyrst eða sést um tæknilýsingu eða afköst. Þetta verður líklega einnig að bíða fram í september.

image

(byggt á frétt á vef BilNorge)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is